Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hjá Hertha Berlín hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann og gert að greiða sekt upp á 1,7 milljónir króna vegna agabrots í leik um síðustu helgi.
Voronin var rekinn af velli á síðustu mínútunum í leik Hertha gegn Hannover á laugardaginn fyrir að sparka boltanum í andstæðing sinn sem lá á vellinum.
Voronin er á lánssamningi hjá Hertha frá Liverpool og hefur leikið mjög vel með liðinu í vetur. Hertha er í fjórða sæti deildarinnar, en hann nær nú aðeins að spila fjóra síðustu leikina með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann tekur út bannið.