Viðskipti erlent

Englandsbanki heldur stýrivöxtum óbreyttum í 0,5%

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5% og er þetta áttundi mánuðurinn í röð sem slíkt gerist.

Í frétt um málið í RetailWeek segir að samhliða ákvörðuninni hafi bankinn tilkynnt að hann myndi dæla 25 milljörðum punda aukalega inn í breska hagkerfið.

Englandsbanki hefur hingað til eytt 175 milljörðum punda til að halda breska efnahagskerfinu á floti frá því að fjármálakreppan hófst í fyrra.

Í tilkynningu um vaxtaákvörðunina kemur fram að Englandsbanki telur að efnahagsbati sé nú framundan í Bretlandi og allt bendi til þess að uppsveiflan hefjist bráðlega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×