Fáir fengu þúsundir milljarða 4. apríl 2009 04:30 Bankarnir. Ljóst er að stærstu viðskiptavinir bankanna þriggja fengu þúsundir milljarða að láni. fréttablaðið/valli Útlán til hundrað stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna var um helmingur heildarútlána þeirra. Því er ljóst að um 300 aðilar hafa fengið að láni þúsundir milljarða í því ljósi að heildareignir bankanna, sem að stórum hluta eru útlán, námu tífaldri landsframleiðslu þegar mest var. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána. Þetta og önnur vinna nefndarinnar var kynnt forseta Alþingis, formönnum flokkanna og forsætisnefnd Alþingis í gær. Nefndin hefur aflað gagna frá bönkunum og Fjármálaeftirlitinu og fengið skýrslur frá endurskoðendum sem falið var að skoða starfsemi bankanna síðustu misserin fyrir hrun þeirra. Er nú unnið að frekari greiningu á útlánum og annarri fyrirgreiðslu sem bankarnir veittu, sérstaklega á árunum 2007 og 2008 eða fram að falli þeirra. Rannsóknin beinist bæði að fyrirgreiðslu sem veitt var hér á landi og í útibúum og dótturfélögum sem tilheyrðu viðkomandi samstæðu í öðrum löndum. Rannsóknarnefndin hefur, auk þess að athuga sérstaklega viðskipti með hlutabréf og stofnfjárhluti í fjármálafyrirtækjum, lagt grunn að því að gera með rafrænum hætti úttekt á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands á síðustu árum.- shá Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Útlán til hundrað stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna var um helmingur heildarútlána þeirra. Því er ljóst að um 300 aðilar hafa fengið að láni þúsundir milljarða í því ljósi að heildareignir bankanna, sem að stórum hluta eru útlán, námu tífaldri landsframleiðslu þegar mest var. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána. Þetta og önnur vinna nefndarinnar var kynnt forseta Alþingis, formönnum flokkanna og forsætisnefnd Alþingis í gær. Nefndin hefur aflað gagna frá bönkunum og Fjármálaeftirlitinu og fengið skýrslur frá endurskoðendum sem falið var að skoða starfsemi bankanna síðustu misserin fyrir hrun þeirra. Er nú unnið að frekari greiningu á útlánum og annarri fyrirgreiðslu sem bankarnir veittu, sérstaklega á árunum 2007 og 2008 eða fram að falli þeirra. Rannsóknin beinist bæði að fyrirgreiðslu sem veitt var hér á landi og í útibúum og dótturfélögum sem tilheyrðu viðkomandi samstæðu í öðrum löndum. Rannsóknarnefndin hefur, auk þess að athuga sérstaklega viðskipti með hlutabréf og stofnfjárhluti í fjármálafyrirtækjum, lagt grunn að því að gera með rafrænum hætti úttekt á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands á síðustu árum.- shá
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira