Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hjá Liverpool hefur öðlast nýtt líf eftir að hann fór á lánssamning til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hertha Berlin.
Voronin skoraði bæði mörk Hertha í 2-1 sigri á Bayern um helgina og nægði sigurinn til að koma liðinu á toppinn.
Voronin hefur fundað með forráðamönnum liðsins og lýst yfir áhuga á að framlengja veru sína hjá þýska félaginu lengur en út leiktíðina ef marka má frétt Bild.