Ákveða sjálfir hvort þeir upplýsa um hagsmunatengsl sín 9. mars 2009 18:41 Þingmenn geta ákveðið það sjálfir hvort þeir gefi upplýsingar um hagsmuni sína og eignir samkvæmt drögum að reglum sem þingflokkar á Alþingi hafa náð sátt um. Reglurnar taka hvorki til skulda eða maka þingmanna. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hefur óskað eftir upplýsingum um einstaka þingmenn og fyrrverandi þingmenn frá skrifstofu Alþingis. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi borist innan um bankakerfinu um að einstakir stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn raunar einnig, kynnu að hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Fjármál stjórnmálaflokka, einstakra stjórnmálamanna og hagsmunatengsl hafa verið mikið til umræðu og lengi. Stjórnmálaflokkarnir sem sitja á Alþingi munu hafa náð samkomulagi um reglur um að þingmenn birti upplýsingar um hagsmunatengsl sín. Þær eru unnar í forsætisnefnd þingsins. Til stendur að kynna þær á næstu dögum, en verið er að fínpússa orðalag segja heimildarmenn. Þingmenn eiga samkvæmt reglunum að gera grein fyrir eignum sínum og tengslum við fyrirtæki og stofnanir, ef þeir svo sjálfir kjósa. Það þýðir að reglurnar verða ekki bindandi, heldur valkvæmar eins og heimildarmenn fréttastofu orða það. Þá taka reglurnar ekki til maka og heldur ekki skulda; skuldirnar voru raunar ræddar í forsætisnefnd Alþingis. Þá verða þær hvorki í formi lagasetningar né þingsályktunar, heldur verður þetta innanhússregluverk. Framsóknarþingmann og þingmenn Vinstri grænna hafa þegar birt á vefsíðum flokka sinna, ýmsar upplýsingar um fjárhag og hagsmunatengsl þingmanna. Vinstri grænir eru nákvæmari en framsóknarmenn, en hvorugir fjalla um skuldirnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Þingmenn geta ákveðið það sjálfir hvort þeir gefi upplýsingar um hagsmuni sína og eignir samkvæmt drögum að reglum sem þingflokkar á Alþingi hafa náð sátt um. Reglurnar taka hvorki til skulda eða maka þingmanna. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hefur óskað eftir upplýsingum um einstaka þingmenn og fyrrverandi þingmenn frá skrifstofu Alþingis. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi borist innan um bankakerfinu um að einstakir stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn raunar einnig, kynnu að hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Fjármál stjórnmálaflokka, einstakra stjórnmálamanna og hagsmunatengsl hafa verið mikið til umræðu og lengi. Stjórnmálaflokkarnir sem sitja á Alþingi munu hafa náð samkomulagi um reglur um að þingmenn birti upplýsingar um hagsmunatengsl sín. Þær eru unnar í forsætisnefnd þingsins. Til stendur að kynna þær á næstu dögum, en verið er að fínpússa orðalag segja heimildarmenn. Þingmenn eiga samkvæmt reglunum að gera grein fyrir eignum sínum og tengslum við fyrirtæki og stofnanir, ef þeir svo sjálfir kjósa. Það þýðir að reglurnar verða ekki bindandi, heldur valkvæmar eins og heimildarmenn fréttastofu orða það. Þá taka reglurnar ekki til maka og heldur ekki skulda; skuldirnar voru raunar ræddar í forsætisnefnd Alþingis. Þá verða þær hvorki í formi lagasetningar né þingsályktunar, heldur verður þetta innanhússregluverk. Framsóknarþingmann og þingmenn Vinstri grænna hafa þegar birt á vefsíðum flokka sinna, ýmsar upplýsingar um fjárhag og hagsmunatengsl þingmanna. Vinstri grænir eru nákvæmari en framsóknarmenn, en hvorugir fjalla um skuldirnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira