Það er farið að hitna verulega undir Jurgen Klinsmann, þjálfara FC Bayern. Það var þegar orðið heitt undir Klinsmann en tap fyrir Schalke í gær hleypti öllu í loft upp.
„Þetta var verulega sárt tap því við vildum svo innilega vinna þennan leik," sagði Klinsmann hundsvekktur en FC Bayern var að tapa fyrir Schalke í fyrsta skipti á nýjum heimavelli.
„Við munum leggja allt á okkur til þess að fá þau stig sem eru eftir í pottinum. Það er ekkert annað í boði," sagði Klinsmann.
Hann á hóp hatursmanna sem vilja sjá hann yfirgefa félagið. Það fjölgar stöðugt í þeim hópi.