Viðskipti erlent

Dómarar meta sérfróð vitni vegna Actavis Totowa

Fjórir dómarar frá þremur ríkjum Bandaríkjanna munu koma saman í Charleston í Vestur-Virgínu til þess að aðstoða við að meta sérfróð vitni máli hundruð manna gegn lyfjafyrirtækinu Actavis Totowa, sem er dótturfélag Actavis, og Mylan Pharmaceuticals, vegna hjartalyfsins Digitek, en lyfið er talið hafa valdið fjölda fólks heilsutjóni.

Actavis segir að málið sem um ræði fari sína leið gegnum bandarískt réttarkerfi. Rétt sé að minna á að málsóknir séu mun algengari í Bandaríkjunum en hér tíðkist. Það sé ekkert sem bendi til þess að frá verksmiðjunni hafi farið Digitek töflur sem eitthvað hafi verið athugavert við og engar sannanir séu fyrir því að Digitek töflurnar hafi valdið heilsutjóni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×