Viðskipti erlent

French Connection lokar öllum verslunum sínum í Japan

French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum.

 

Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford.

 

Í umfjöllun um málið í blaðinu Financial Times segir að French Connection yfirgefi Japan með beinum kosnaði upp á 2,5 milljónir punda, eða um 500 milljónir kr., í launagreiðslur og afskriftir en um 200 manns munu missa vinnu sína. Þetta kemur ofan á taptrekstur upp á 1,7 milljónir punda á sex mánaða tímabili fram til ágúst s.l.

 

French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu.

 

Talið er líklegt að héðan í frá muni French Connection einbeita sér að því að snúa við taprekstrinum á heimamarkaði sínum í Bretlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×