Darling rangtúlkaði orð Árna segir bresk þingnefnd 4. apríl 2009 08:00 „Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira