Viðskipti erlent

Kassinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks í Danmörku

Vegna þeirrar bylgju gjaldþrota sem dunið hefur yfir Danmörku á þessu ári sökum fjármálakreppunnar er kassinn orðinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks (Lönmodtagernes Garantifond) í landinu. Þarf sjóðurinn því á lánum að halda í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1972.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að eins og staðan sé nú hafi sjóðurinn aðeins fé til að sinna skyldum sínum þar til í fyrstu vikunni á næsta ári. Þetta er að því gefnu að fjöldi gjaldþrota haldi áfram í sama mæli og verið hefur.

Á þessu ári er reiknað með að sjóðurinn þurfi að greiða tæpan milljarð danskra kr. eða tæplega 25 milljarða kr. til um 30.000 launþega vegna gjaldþrota hjá fyrirtækjum þeirra. Á síðasta ári var upphæðin 550 miljónir danskra kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×