Bjartsýni eða bölmóður Björn Ingi Hrafnsson skrifar 5. janúar 2009 05:30 Við hressilegan og bjartsýnan tón kvað í grein Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra hér í Fréttablaðinu í gær þar sem horfur og staða í atvinnumálum þjóðarinnar í skugga efnahagskreppunnar voru til umræðu. Ráðherrann sagði réttilega að þrátt fyrir allt eigi fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. „Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli," sagði hann. Frumkvæði ráðherrans til að blása kjarki í þjóðina er virðingarvert og þarft því satt best að segja fer of lítið fyrir góðum fréttum þessa dagana og sífellt virðist von á ótíðindum af einhverju tagi. Í áramótablaði Markaðarins, sem kom út í stóru broti á gamlársdag, mátti einmitt greina talsverðan ótta í máli forsvarsmanna atvinnulífsins og mikla óþreyju eftir raunverulegum aðgerðum og alvöru uppbyggingu á öllum sviðum. Formaður Samtaka atvinnulífsins lýsti ástandinu ágætlega er hann sagði mestu hættuna felast í því að hugarfar þjóðarinnar breytist. „Sinnuleysi auk vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir." Þetta eru athyglisverð varnaðarorð hjá Þór Sigfússyni. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í svipaðan streng í sinni grein og sagði neikvæðni og úrtölur seint veganesti til uppbyggingar. „Íslendingar hafa slæma reynslu af því að þjóðfélagið missi sig í móðursýki sem krefst þess að fólk sé „tekið af lífi" á grundvelli slúðurs, upphrópana og ýkjusagna, en án dóms og laga. Nægir að nefna Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið í því sambandi. Stóru hneykslin í þeim málum, þegar upp er staðið, er hve margir báru margt á saklausa með hræðilegum og óbætanlegum afleiðingum. Í nýlegri bók um Hafskipsmálið vitna fjölmiðlamenn um hvernig þeir voru misnotaðir með skipulögðum leka frá ýmsum, sem gátu þannig stýrt því að hverjum hasarinn beindist hverju sinni. Margir þeirra sem hæst létu þá eru enn á ferðinni í fjölmiðlum og stjórnmálum og virðast sumir lítið hafa lært. Fjölmiðlar rannsaka sjaldnast hvernig upphrópanir voru tilkomnar sem reyndust innistæðulausar og missa áhugann á „hneyksli" sem gufar upp. Enginn virðist nokkru sinni þurfa að bera nokkra ábyrgð á ósönnum ásökunum." Þetta eru athyglisverð orð, sem vert er að gefa gaum í upphafi nýs árs sem getur, ef vel tekst til, skipt sköpum um velferð Íslendinga til langrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Við hressilegan og bjartsýnan tón kvað í grein Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra hér í Fréttablaðinu í gær þar sem horfur og staða í atvinnumálum þjóðarinnar í skugga efnahagskreppunnar voru til umræðu. Ráðherrann sagði réttilega að þrátt fyrir allt eigi fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. „Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli," sagði hann. Frumkvæði ráðherrans til að blása kjarki í þjóðina er virðingarvert og þarft því satt best að segja fer of lítið fyrir góðum fréttum þessa dagana og sífellt virðist von á ótíðindum af einhverju tagi. Í áramótablaði Markaðarins, sem kom út í stóru broti á gamlársdag, mátti einmitt greina talsverðan ótta í máli forsvarsmanna atvinnulífsins og mikla óþreyju eftir raunverulegum aðgerðum og alvöru uppbyggingu á öllum sviðum. Formaður Samtaka atvinnulífsins lýsti ástandinu ágætlega er hann sagði mestu hættuna felast í því að hugarfar þjóðarinnar breytist. „Sinnuleysi auk vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir." Þetta eru athyglisverð varnaðarorð hjá Þór Sigfússyni. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í svipaðan streng í sinni grein og sagði neikvæðni og úrtölur seint veganesti til uppbyggingar. „Íslendingar hafa slæma reynslu af því að þjóðfélagið missi sig í móðursýki sem krefst þess að fólk sé „tekið af lífi" á grundvelli slúðurs, upphrópana og ýkjusagna, en án dóms og laga. Nægir að nefna Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið í því sambandi. Stóru hneykslin í þeim málum, þegar upp er staðið, er hve margir báru margt á saklausa með hræðilegum og óbætanlegum afleiðingum. Í nýlegri bók um Hafskipsmálið vitna fjölmiðlamenn um hvernig þeir voru misnotaðir með skipulögðum leka frá ýmsum, sem gátu þannig stýrt því að hverjum hasarinn beindist hverju sinni. Margir þeirra sem hæst létu þá eru enn á ferðinni í fjölmiðlum og stjórnmálum og virðast sumir lítið hafa lært. Fjölmiðlar rannsaka sjaldnast hvernig upphrópanir voru tilkomnar sem reyndust innistæðulausar og missa áhugann á „hneyksli" sem gufar upp. Enginn virðist nokkru sinni þurfa að bera nokkra ábyrgð á ósönnum ásökunum." Þetta eru athyglisverð orð, sem vert er að gefa gaum í upphafi nýs árs sem getur, ef vel tekst til, skipt sköpum um velferð Íslendinga til langrar framtíðar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun