Sænski U-21 árs landsliðsframherjinn Marcus Berg mun að öllum líkindum skrifa undir samning við þýska félagið Hamburg á næstu dögum en leikmaður er á mála hjá Groningen í Hollandi.
Berg vakti mikla athygli á Evrópukeppni U-21 árs landsliða þar sem hann var markakóngur og ensku félögin Aston Villa og Fulham voru sögð áhugasöm um að fá framherjann í sínar raðir.
Berg virðist hins vegar hafa valið Þýskaland í staðinn.