Viðskipti erlent

Gengishagnaður léttir undir rekstur French Connection

Breska verslunarkeðjan Franch Connection hagnaðist töluvert á gengismun punds og dollars keðjunni í hag á þriggja mánaða tímabili fram til loka október. Velta keðjunnar jókst um 8% á tímabilinu miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan.

Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu RetailWeek segir að kvennfatnaður haldi áfram að seljast betur en karlaföt og að netverslunin keðjunnar hafi vaxið töluvert.

Fram kemur að reksturinn í Bandaríkjunum sé áfram erfiður og að áform um að hætta rekstrinum í Japan standi.

Lausafjárstaða keðjunnar var jákvæð um 15,4 milljónir punda í lok tímabilsins á móti 20 milljónum punda á sama tíma í fyrra. Hinsvegar muni lausaféið aukast verulega í komandi jólavertíð ef allt fer sem horfir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×