Viðskipti erlent

McDonalds skiptir um lit, frá rauðu yfir í grænt

McDonalds hamborgarakeðjan í Þýskalandi mun framvegis aðskilja sig frá öðrum slíkum í heiminum með því að breyta grunnlitinu í vörumerki keðjunnar úr rauðu og yfir í gænt.

Þetta kemur fram í Financial Times Deutschland. Þar er haft eftir aðstoðarforstjóra McDonalds í Þýskalandi, Holger Beeck, að eftir að hafa tekið alla inniviði keðjunnar í gegn og nútímavætt þá sé tími kominn á ytra útlitið.

Beeck viðurkennir að græni liturinn í stað hins rauða eigi að vera tilvísun í umhverfisvernd og að með þessu óski McDonalds þess að sýna virðingu fyrir umhverfismálum.

Fram kemur í blaðinu að hingað til hafi McDonalds í Þýskalandi blásið á kreppuna og hafi veltan á hamborgastöðum keðjunnar aukist á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×