Viðskipti erlent

Finnar búa við mesta velmegun heimsbúa

Finnland er það land í heiminum þar sem íbúarnir búa við mesta velmegun. Ekki bara í efnahagslegum skilningi heldur einnig hvað varðar lýðræði og stjórnkerfi. Þetta kemur fram í nýjum lista frá Legatum Prosperity Index sem birtur verður í þessari viku.

Financial Times hefur listann undir höndum sem samkvæmt honum fer Finnland úr þriðja sæti hans og í það fyrsta milli ára. Í næstu sætum eru Sviss, Svíþjóð. Danmörk og Noregur.

Ekki er getið um stöðu Íslands á þessum lista en landið komst ekki inn meðal topp 30 landanna í fyrra. Árið 2007 skipaði Ísland sér hinsvegar í 14. sæti listans.

Á botni listans er Zimbabwe og þar næst eru Sudan og Jemen.

Bandaríkin eru í níunda sæti á listanum, ofar en Bretland, Þýskaland og Frakkland sem þó öll ná inn á topp 20 sætin. 80% landa í topp 20 sætunum eru frá Evrópu og Norður-Ameríku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×