Hamburg hélt toppsæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Bayern München í gær. Hamburg og Bayer Leverkusen eru bæði taplaus með sautján stig á toppi deildarinnar en Hamburg með betra markahlutfall.
Mladen Petric skoraði sigurmark Hamburg í gær á 72. mínútu leiksins en Franck Ribery og Arjen Robben léku báðir allan leikinn fyrir Bayern sem er í sjötta sæti deildarinnar með ellefu stig, sex stigum á eftir toppliðunum.
Leverkusen vann 1-0 sigur á Köln með marki þýska landsliðsmannsins Simon Rolfes.
Úrslitin í gær:
Wolfsburg - Hannover 96 4-2
Borussia Dortmund - Schalke 0-1
Werder Bremen - Mainz 3-0
Köln - Bayer Leverkusen 0-1
Frankfurt - Stuttgart 0-3
Hamburg - Bayern München 1-0
Hamburg vann Bayern
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
