Viðskipti erlent

Fjármálaspekingur: Alheimsgjaldmiðill árið 2024

Kínverski fjármálaspekingurinn og rithöfundurinn Song Hongbing segir í nýrri bók sinni, Gjaldeyrisstríðin, annar hluti (The Currency Wars Two) að dularfull en geysiöflug alþjóðleg samtök muni árið 2024 losa sig við dollara og aðra helstu gjaldmiðla heimsins og taka upp einn sameiginlegan alheimsgjaldmiðil.

Hongbing er ómyrkur í máli og heldur því fram í bókinni að öflugur hópur bankastjórnenda og stjórnmálamanna hafi hrint fjármálakreppunni af stað með það fyrir augum að auðvelda rökstuðning fyrir alheimsgjaldmiðli.

Ekki eru hagfræðingar almennt á eitt sáttir við þessar kenningar en bókin selst sem heitar lummur í Kína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×