Perlur frumsýndar í kvöld 18. september 2008 05:00 Tómas Tómasson, Kristján Jóhannsson og Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverkum Tonio, Canio og Peppe í Pagliacci. MYND/Íslenska Óperan - Gísli Egill Hrafnsson Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Sveinn Einarsson, sem er reyndasti óperuleikstjóri hér á landi, setur verkin á svið en Kurt Kopecky leiðir hljómsveit og kór Íslensku óperunnar. Það er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sem fær það erfiða verkefni að koma tveimur ólíkum myndum fyrir á hinu erfiða sviði Óperunnar í Gamla bíói, búninga gerir Helga Björnsson en Páll Ragnarsson lýsir sýninguna. Aðeins eru áætlaðar átta sýningar á þessum tveimur lykilverkum í ítalskri óperusögu sem hafa að geyma margar glæsilegar aríur og dúetta sem alla jafna eru fastur liður í söngvaskrá helstu söngvara heims. Hér gefst aftur tækifæri til að sjá þær og heyra í sínu rétta samhengi. Capa eru þær stundum kallaðar, óperurnar tvær sem oft eru fluttar saman á einni kvöldstund sökum þess að þær eru báðar frumherjaverk í byltingarkenndri stefnubreytingu sem varð í efnisvali óperuhöfunda um aldamótin 1900 þegar vikið var frá efni ævintýra og aðals í hversdagslegri sögur úr ástríðuefnum alþýðunnar. Barþjónn, ekill, þjónustustúlka, leikarar og trúðar urðu í verkunum aðalpersónur. Aðrir söngvarar í sýningunni eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, en þeir Kristján munu skiptast á að leika tenórhlutverkin í verkunum tveimur, Elín Ósk Óskarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir munu skiptast á að syngja hlutverk Santuzzu í Cavalleria en aðrir söngvarar í sýningunum eru Alina Dubik, Sesselja Kristjánsdóttir, Alex Ashworth og Eyjólfur Eyjólfsson. Sýningar verða 19., 21., 25. og 27. september, 4., 5., 10. og 12. október. Kristján hefur fundið að því opinberlega að sýningar verði ekki fleiri og kennir um fyrirhugaðri tónleikaferð Sinfóníunnar til Japans sem hamlar frekari sýningum að sinni. Íslenska óperan er háð starfsemi Sinfóníunnar og vekur nokkra furðu að framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og óperustjórinn hafi ekki átt ríkara samráð um þessa tilhögun. Víst má telja að uppselt verði á allr sýningarnar á þessu tímabili. Á þá Óperan kost á að taka verkið upp að nýju en tapar þá þeim slagkrafti sem falinn er í frumsýningu og tímabilinu á eftir. pbb@frettabladid.is Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Sveinn Einarsson, sem er reyndasti óperuleikstjóri hér á landi, setur verkin á svið en Kurt Kopecky leiðir hljómsveit og kór Íslensku óperunnar. Það er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sem fær það erfiða verkefni að koma tveimur ólíkum myndum fyrir á hinu erfiða sviði Óperunnar í Gamla bíói, búninga gerir Helga Björnsson en Páll Ragnarsson lýsir sýninguna. Aðeins eru áætlaðar átta sýningar á þessum tveimur lykilverkum í ítalskri óperusögu sem hafa að geyma margar glæsilegar aríur og dúetta sem alla jafna eru fastur liður í söngvaskrá helstu söngvara heims. Hér gefst aftur tækifæri til að sjá þær og heyra í sínu rétta samhengi. Capa eru þær stundum kallaðar, óperurnar tvær sem oft eru fluttar saman á einni kvöldstund sökum þess að þær eru báðar frumherjaverk í byltingarkenndri stefnubreytingu sem varð í efnisvali óperuhöfunda um aldamótin 1900 þegar vikið var frá efni ævintýra og aðals í hversdagslegri sögur úr ástríðuefnum alþýðunnar. Barþjónn, ekill, þjónustustúlka, leikarar og trúðar urðu í verkunum aðalpersónur. Aðrir söngvarar í sýningunni eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, en þeir Kristján munu skiptast á að leika tenórhlutverkin í verkunum tveimur, Elín Ósk Óskarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir munu skiptast á að syngja hlutverk Santuzzu í Cavalleria en aðrir söngvarar í sýningunum eru Alina Dubik, Sesselja Kristjánsdóttir, Alex Ashworth og Eyjólfur Eyjólfsson. Sýningar verða 19., 21., 25. og 27. september, 4., 5., 10. og 12. október. Kristján hefur fundið að því opinberlega að sýningar verði ekki fleiri og kennir um fyrirhugaðri tónleikaferð Sinfóníunnar til Japans sem hamlar frekari sýningum að sinni. Íslenska óperan er háð starfsemi Sinfóníunnar og vekur nokkra furðu að framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og óperustjórinn hafi ekki átt ríkara samráð um þessa tilhögun. Víst má telja að uppselt verði á allr sýningarnar á þessu tímabili. Á þá Óperan kost á að taka verkið upp að nýju en tapar þá þeim slagkrafti sem falinn er í frumsýningu og tímabilinu á eftir. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira