Gáttaþefur og sálir tvær 23. október 2008 05:00 Kristbjörg Kjeld í hlutverki sínu og gervi. mynd Þjóðleikhúsið/eddi Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Sigurður Pálsson er eitt þekktasta leikskáld okkar, en auk leikrita hefur hann sent frá sér þrettán ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir Minnisbók. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Sigurðar, Edith Piaf, við miklar vinsældir fyrir fáum árum. Leikrit hans hafa einnig meðal annars verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem sýndi Einhver í dyrunum, Völundarhús og Hótel Þingvelli, og Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands, sem sýndi Tattú, Miðjarðarför, Hlaupvídd sex og Undir suðvesturhimni. Í ljóðum sínum, leikritum og prósaverkum hefur Sigurður gjarnan opnað okkur nýjar og óvæntar leiðir til að skynja veruleikann og öðlast nýja sýn, ekki síst með snjallri meðferð máls sem sviptir í nýju samhengi hulunni af merkingunni. Í Utan gátta leiðir Sigurður, með sínum einstæða húmor, áhorfendur inn í heim þar sem rótað er upp í hugmyndum okkar um tilvist mannsins og möguleika leikhússins. Í Utan gátta hefur texti Sigurðar sig á flug í meðförum afburða leikara, svo úr verður hreint „snarskemmtileg" sýning sem ögrar og kætir skilningarvitin. Hann lýsir ætlun sinni með verkinu svo í aðfararorðum að verkinu í útgáfu Þjóðleikhússins: „Tveggja radda veröld. Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld. Svo strikaði ég allt út nema það sem neitaði að láta strika sig út, heimtaði að fá að hljóma og heyrast. Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnuglegar. Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freistingar óttans sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu … réttara sagt, staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu." Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi einhvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær saman eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sandkassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Eiginkona Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, leikstýrir verkinu, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu sýningarinnar og tónlist og hljóðmynd er í höndum Sigurðar Bjólu. Gervi hanna Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir. Þrjár forsýningar voru á verkinu í vikunni fyrir fullu húsi pbb@frettabladid.is Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Sigurður Pálsson er eitt þekktasta leikskáld okkar, en auk leikrita hefur hann sent frá sér þrettán ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir Minnisbók. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Sigurðar, Edith Piaf, við miklar vinsældir fyrir fáum árum. Leikrit hans hafa einnig meðal annars verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem sýndi Einhver í dyrunum, Völundarhús og Hótel Þingvelli, og Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands, sem sýndi Tattú, Miðjarðarför, Hlaupvídd sex og Undir suðvesturhimni. Í ljóðum sínum, leikritum og prósaverkum hefur Sigurður gjarnan opnað okkur nýjar og óvæntar leiðir til að skynja veruleikann og öðlast nýja sýn, ekki síst með snjallri meðferð máls sem sviptir í nýju samhengi hulunni af merkingunni. Í Utan gátta leiðir Sigurður, með sínum einstæða húmor, áhorfendur inn í heim þar sem rótað er upp í hugmyndum okkar um tilvist mannsins og möguleika leikhússins. Í Utan gátta hefur texti Sigurðar sig á flug í meðförum afburða leikara, svo úr verður hreint „snarskemmtileg" sýning sem ögrar og kætir skilningarvitin. Hann lýsir ætlun sinni með verkinu svo í aðfararorðum að verkinu í útgáfu Þjóðleikhússins: „Tveggja radda veröld. Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld. Svo strikaði ég allt út nema það sem neitaði að láta strika sig út, heimtaði að fá að hljóma og heyrast. Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnuglegar. Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freistingar óttans sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu … réttara sagt, staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu." Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi einhvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær saman eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sandkassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Eiginkona Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, leikstýrir verkinu, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu sýningarinnar og tónlist og hljóðmynd er í höndum Sigurðar Bjólu. Gervi hanna Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir. Þrjár forsýningar voru á verkinu í vikunni fyrir fullu húsi pbb@frettabladid.is
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira