Bróðir og umboðsmaður Brasilíumannsins Ronaldinho viðurkennir að til greina komi að hann fari frá Barcelona í sumar. Til greina komi að hann kaupi sig út úr samningi sínum við félagið.
Ronaldinho hefur ekki náð sér á strik með liði sínu í vetur og hefur þess utan átt við meiðsli að stríða. Samband hans við forráðamenn félagsins ku ekki vera gott og bróðir hans er nú að skoða alla möguleika í stöðunni. Þetta kemur fram í spænskum fjölmiðlum í dag.