Íslenskur ríkisborgari á flótta undan bandarískum yfirvöldum í 6 ár Andri Ólafsson skrifar 19. mars 2008 14:31 Róbert Tómasson er íslenskur ríkisborgari, fæddur í Jórdaníu. Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira