Íslenskur ríkisborgari á flótta undan bandarískum yfirvöldum í 6 ár Andri Ólafsson skrifar 19. mars 2008 14:31 Róbert Tómasson er íslenskur ríkisborgari, fæddur í Jórdaníu. Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira