Borussia Dortmund komst í kvöld í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í þegar liðið vann 2. deildarliðið Carl Zeiss Jena 3-0 í undanúrslitum.
Tinga, Klimowicz og Petric skoruðu mörk Dortmund í kvöld. Mótherji Dortmund í úrslitaleiknum verður Bayern München eða Wolfsburg sem eigast við annað kvöld.