Viðskipti innlent

Bandaríkjadalur kominn í níutíu kallinn

Ein króna. Í dag þarf fleiri krónur til að kaupa einn bandaríkjadal en í gær.
Ein króna. Í dag þarf fleiri krónur til að kaupa einn bandaríkjadal en í gær. Mynd/GVA
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,95 prósent innan dags í dag og stendur gengisvísitalan í 167,9 stigum. Bandaríkjadalur hefur styrkst nokkuð að sama skapi og kostar nú rúmar 90,3 krónur. Hann hefur ekki verið dýrari síðan snemma í júní árið 2002. Þá kostar ein evra nú 127,6 krónur, eitt breskt pund 158,9 krónur og ein dönsk króna 17,1 íslenskar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×