Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn sigraði Warren Buffett

Norski olíusjóðurinn hafði sigur í baráttu sinni gegn Warren Buffett ríkasta manni heims um söluna á bandaríska orkufyrirtækinu Constellation Energy. MidAmerican, félag í eigu Buffett, hefur hætt við áform sín um að kaupa Constellation.

Eins og greint var frá á visir.is í gærdag fór norski olíusjóðurinn fram á það við dómstól í Maryland að hlutahafafundi í Constellation yrði frestað en þar átti að taka fyrir tilboð MidAmerican í félagið. Sjóðurinn á tæp 5% í orkufyrirtækinu.

MidAmerican hafði boðið 4,7 milljarða dollara fyrir allt hlutaféið í Constellation eða sem nemur vel yfir 500 milljörðum kr.. Stjórn Constellation hafði samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti.

Frá því að tilboð MidAmerican var lagt fram hefur franska orkufélagið EDF boðist til að kaupa helminginn af kjarnorkuvinnslu Constellation fyrir 4,5 milljarða dollara. Ennfremur býðst EDF til að kaupa aðrar eigur Constellation fyrir 2 milljarða dollara í viðbót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×