Markus Babbel átti draumabyrjun sem þjálfari Stuttgart í dag þegar lið hans vann 2-0 sigur á Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.
Það voru Jan Simak og Mario Gomez sem skoruðu mörk Stuttgart í dag og færðu liðinu fyrsta sigurinn í sex leikjum.
Hamburg er að gefa eftir í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni eftir að vera heppnir með að sleppa með 1-1 jafntefli við Bochum á útivelli. Þá gerðu Dortmund og Wolfsburg markalaust jafntefli.
Eftir 15 umferðir í þýsku úrvalsdeildinni er spútniklið Hoffenheim á toppnum 34 stig eftir öruggan 3-0 sigur á Bielefeld í gær. Næsti leikur liðsins er við Bayern Munchen um næstu helgi, en Bayern vann 2-0 sigur á Leverkusen í gær og hefur 31 stig. Hertha er í þriðja sæti með 30 stig eftir 2-1 sigur á Köln á föstudag.
Aðeins tvær umferðir eru eftir fram að tveggja vikna jólafríi á þýsku deildinni. Hér fyrir neðan eru úrslit dagsins í Þýskalandi.
Stuttgart 2 - 0 Schalke
1-0 J. Simak ('79)
2-0 M. Gomez ('83)
Bochum 1 - 1 HSV
1-0 S. Sestak ('39)
1-1 I. Olic ('70)
Dortmund 0 - 0 Wolfsburg