Hagþenkir deilir út fé 29. september 2008 05:30 Styrkþegar við móttöku fjárins á fimmtudag. Fréttablaðið/Anton Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Árið 2008 var sótt um 41 starfsstyrk til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmri 21 milljón króna. Til ráðstöfunar voru átta milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til átján verkefna. Umsóknir um þrjá styrki til handritagerðar bárust og hlutu þær allar styrk að upphæð 300.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa voru Erlingur Hauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteinsdóttir. Átta fræðimenn fengu styrki að upphæð 600.000 krónur: Aðalheiður Guðmundsdóttir til rits um dans og danskvæði, Axel Kristinsson vegna rits um útþenslu og samkeppni í Evrópu frá bronsöld, Bjarki Valtýsson vegna rits um íslenska menningarpólitík, Davíð Ólafsson fyrir rit um dagbækur og dagbókarritun, Sigrún María Kristinsdóttir fyrir rit um ættleiðingar, Trausti Ólafsson vegna rits um leiklistarkenningar 19. og 20. aldar og að síðustu Þorgrímur Gestsson vegna rits sem hann kallar „Í kjölfar jarla og konunga - siglt um haf innan". Þrír fengu styrki til handritagerðar fyrir heimildarmyndir, en aðrir styrkþegar sóttu um styrki til fjölbreytilegra verkefna, sögu Nýlistasafnsins, sögu Breiðafjarðarbyggða, íslenskar perlur frá víkingatíð, síðustu verk Halldórs Laxness, byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar og líf Ragnars í Smára. Styrkir Hagþenkis duga því höfundum eitthvað á veg við að rannsaka og birta verk um marga mikilsverða þætti í menningu okkar. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildarmynda. Árið 2008 var sótt um 41 starfsstyrk til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmri 21 milljón króna. Til ráðstöfunar voru átta milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til átján verkefna. Umsóknir um þrjá styrki til handritagerðar bárust og hlutu þær allar styrk að upphæð 300.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa voru Erlingur Hauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteinsdóttir. Átta fræðimenn fengu styrki að upphæð 600.000 krónur: Aðalheiður Guðmundsdóttir til rits um dans og danskvæði, Axel Kristinsson vegna rits um útþenslu og samkeppni í Evrópu frá bronsöld, Bjarki Valtýsson vegna rits um íslenska menningarpólitík, Davíð Ólafsson fyrir rit um dagbækur og dagbókarritun, Sigrún María Kristinsdóttir fyrir rit um ættleiðingar, Trausti Ólafsson vegna rits um leiklistarkenningar 19. og 20. aldar og að síðustu Þorgrímur Gestsson vegna rits sem hann kallar „Í kjölfar jarla og konunga - siglt um haf innan". Þrír fengu styrki til handritagerðar fyrir heimildarmyndir, en aðrir styrkþegar sóttu um styrki til fjölbreytilegra verkefna, sögu Nýlistasafnsins, sögu Breiðafjarðarbyggða, íslenskar perlur frá víkingatíð, síðustu verk Halldórs Laxness, byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar og líf Ragnars í Smára. Styrkir Hagþenkis duga því höfundum eitthvað á veg við að rannsaka og birta verk um marga mikilsverða þætti í menningu okkar.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira