Ólympíuandi Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 14. ágúst 2008 06:00 Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60. Sextíu greinar sem snúast eingöngu um hver er fljótastur á láði eða legi, þar sem eina breytan er yfirleitt vegalengd. Þetta er auðvitað út í hött. Ef við ættum að bera þetta saman við aðrar íþróttir væri þetta keimlíkt því að fótboltamóti væri skipt í nokkra tugi greina eftir tímalengd. Þannig væru veitt gullverðlaun fyrir bestu frammistöðu í 10 mínútna knattspyrnuleik, önnur gullverðlaun fyrir 15 mínútna leik og svo framvegis. Vitaskuld í kvenna- og karlaútgáfum og endurtekið á mismunandi stórum völlum. Það kæmi svo stórkostlega á óvart ef eitthvað af þessum fjölmörgu gullverðlaunum féllu einu og sama liðinu í skaut. Ekki að ég ætli að gera lítið úr sundafrekum Michael Phelps. Greinarnar á leikunum geta heldur aldrei verið öllum að skapi. Einhverjum finnst of mikil áhersla á sund og of lítil á simbabveska kjúklingaglímu - og öfugt. Það verður aldrei fullkomin sátt um greinarnar á leikunum, einungis viðleitni sem leiðir af sér fleiri sundgreinar. Ég legg því til algjörlega nýja leið sem felst í því að finna upp frumlegar greinar sem bara er keppt í á Ólympíuleikum. Það er algjör óþarfi að keppa í sömu hlutunum á Ólympíuleikum og keppt er í á sjálfstæðum heimsmeistaramótum þess á milli. Tilgangslaust. Miklu nær væri að hvert land sendi lið til að taka þátt í frumlegum óvissugreinum sem reyna á almenna hreysti og íþróttamennsku. Greinarnar gætu tengst sögu og menningu gestgjafaborgarinnar. Þannig hefðu Ólympíuleikarnir í Peking e.t.v. boðið upp á flúðasiglingu þar sem skotið er á uppblásna pandabirni á leiðinni, boðhlaup með postulínsvasa eða kafsund gegnum hrísgrjónaakur. Ég myndi jafnvel íhuga að vakna um miðja nótt til að horfa á útsendingu frá slíkum leikum. En eins og staðan er núna sef ég með góðri samvisku af mér allt sem gerist milli opnunar- og lokunarhátíðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun
Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60. Sextíu greinar sem snúast eingöngu um hver er fljótastur á láði eða legi, þar sem eina breytan er yfirleitt vegalengd. Þetta er auðvitað út í hött. Ef við ættum að bera þetta saman við aðrar íþróttir væri þetta keimlíkt því að fótboltamóti væri skipt í nokkra tugi greina eftir tímalengd. Þannig væru veitt gullverðlaun fyrir bestu frammistöðu í 10 mínútna knattspyrnuleik, önnur gullverðlaun fyrir 15 mínútna leik og svo framvegis. Vitaskuld í kvenna- og karlaútgáfum og endurtekið á mismunandi stórum völlum. Það kæmi svo stórkostlega á óvart ef eitthvað af þessum fjölmörgu gullverðlaunum féllu einu og sama liðinu í skaut. Ekki að ég ætli að gera lítið úr sundafrekum Michael Phelps. Greinarnar á leikunum geta heldur aldrei verið öllum að skapi. Einhverjum finnst of mikil áhersla á sund og of lítil á simbabveska kjúklingaglímu - og öfugt. Það verður aldrei fullkomin sátt um greinarnar á leikunum, einungis viðleitni sem leiðir af sér fleiri sundgreinar. Ég legg því til algjörlega nýja leið sem felst í því að finna upp frumlegar greinar sem bara er keppt í á Ólympíuleikum. Það er algjör óþarfi að keppa í sömu hlutunum á Ólympíuleikum og keppt er í á sjálfstæðum heimsmeistaramótum þess á milli. Tilgangslaust. Miklu nær væri að hvert land sendi lið til að taka þátt í frumlegum óvissugreinum sem reyna á almenna hreysti og íþróttamennsku. Greinarnar gætu tengst sögu og menningu gestgjafaborgarinnar. Þannig hefðu Ólympíuleikarnir í Peking e.t.v. boðið upp á flúðasiglingu þar sem skotið er á uppblásna pandabirni á leiðinni, boðhlaup með postulínsvasa eða kafsund gegnum hrísgrjónaakur. Ég myndi jafnvel íhuga að vakna um miðja nótt til að horfa á útsendingu frá slíkum leikum. En eins og staðan er núna sef ég með góðri samvisku af mér allt sem gerist milli opnunar- og lokunarhátíðanna.