Myndbandalist í Gerðubergi 26. september 2008 02:45 Steina Vasulka Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Steina er einn af frumherjum íslenskrar myndbandalistar. Hún er fædd í Reykjavík árið 1940 og lagði framan af stund á nám í fiðluleik. Nítján ára gömul fékk hún styrk til náms við Tónlistarháskólann í Prag, en þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum Woody Vasulka, vélaverkfræðingi og kvikmyndagerðarmanni. Steina starfaði um skeið sem fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands en fór síðan til New York með eiginmanni sínum. Þar kynntist hún, seint á sjöunda áratugnum, myndbandalistforminu sem hún hefur unnið að síðan. Steina hefur farið vítt og breitt í rafrænni listsköpun sinni; gert myndbönd og innsetningar og nú á síðustu árum hefur hún framið gagnvirka gjörninga á opinberum stöðum þar sem að fiðluleikur hennar er notaður til að stjórna myndefni sem varpað er á stóra skjái. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1997 en þar var sýnt verk hennar Orka. Sýningin í Gerðubergi stendur yfir til 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.- Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Steina er einn af frumherjum íslenskrar myndbandalistar. Hún er fædd í Reykjavík árið 1940 og lagði framan af stund á nám í fiðluleik. Nítján ára gömul fékk hún styrk til náms við Tónlistarháskólann í Prag, en þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum Woody Vasulka, vélaverkfræðingi og kvikmyndagerðarmanni. Steina starfaði um skeið sem fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands en fór síðan til New York með eiginmanni sínum. Þar kynntist hún, seint á sjöunda áratugnum, myndbandalistforminu sem hún hefur unnið að síðan. Steina hefur farið vítt og breitt í rafrænni listsköpun sinni; gert myndbönd og innsetningar og nú á síðustu árum hefur hún framið gagnvirka gjörninga á opinberum stöðum þar sem að fiðluleikur hennar er notaður til að stjórna myndefni sem varpað er á stóra skjái. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1997 en þar var sýnt verk hennar Orka. Sýningin í Gerðubergi stendur yfir til 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.-
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira