Þýskir útgefendur slógust um Skapara Guðrúnar Evu 10. desember 2008 07:45 Fjárfestir í reiðhjóli. Guðrún sagðist ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli af þessu tilefni en því gamla var stolið fyrir nokkrum dögum. „Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók," segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð. „Og þegar þannig er þá er bara haldið uppboð. Menn fengu frest til hádegis á föstudag til að skila inn tilboði og því besta var einfaldlega tekið." Sá sem hreppti hnossið var bdb-forlagið sem er að hluta til í eigu Random House en Jóhann Páll skaut á að bókin yrði gefin út 2010. Meðal rithöfunda sem gefa út í Þýskalandi undir merkjum þess má nefna nóbelsverðlaunahafann J.M.G Le Clézio og Haruki Murakami. Höfundarlaun Guðrúnar Evu eru rúmlega fimm milljónir króna. Jóhann tengir þennan áhuga ekki við efnahagsástandið heldur bendir einfaldlega á að það sé mikill áhugi á Íslandi og íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. „Þetta hefur náttúrulega aðallega gilt um krimmana og það hefur ekki verið sama eftirspurn eftir annars konar bókmenntum. Útgefendurnir mátu það hins vegar þannig að bók Guðrúnar væri hágæðabókmenntir samfara því að vera söluvænleg og ætti í raun skilið að seljast í gámavís." Jóhann viðurkenndi jafnframt að það hefði ekki spillt fyrir að Guðrún Eva væri sjálf mjög söluvæn. „Það er draumur sérhvers útgefanda að sameina sölubók og „góða bók" og bdb-forlaginu þykir Skaparinn falla fyllilega undir þau skilyrði." Guðrún Eva var að vonum ákaflega ánægð með tíðindin en þetta verður í fyrsta skipti sem bók úr hennar smiðju er gefin út á þýska tungu. Hún sagðist af þessu tilefni ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli enda hefði því gamla verið stolið fyrir nokkrum dögum. „Ég er náttúrulega alveg ótrúlega sátt með þetta. Ég gerði mér auðvitað vonir um að hún færi eitthvað á flakk út fyrir landsteinana en að slagurinn yrði svona harður var ekki eitthvað sem ég hafði búist við," segir Guðrún sem getur ekki annað en verið glöð með afraksturinn í jólabókaflóðinu, stór útgáfusamningur og tilnefning til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. - freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók," segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð. „Og þegar þannig er þá er bara haldið uppboð. Menn fengu frest til hádegis á föstudag til að skila inn tilboði og því besta var einfaldlega tekið." Sá sem hreppti hnossið var bdb-forlagið sem er að hluta til í eigu Random House en Jóhann Páll skaut á að bókin yrði gefin út 2010. Meðal rithöfunda sem gefa út í Þýskalandi undir merkjum þess má nefna nóbelsverðlaunahafann J.M.G Le Clézio og Haruki Murakami. Höfundarlaun Guðrúnar Evu eru rúmlega fimm milljónir króna. Jóhann tengir þennan áhuga ekki við efnahagsástandið heldur bendir einfaldlega á að það sé mikill áhugi á Íslandi og íslenskum bókmenntum í Þýskalandi. „Þetta hefur náttúrulega aðallega gilt um krimmana og það hefur ekki verið sama eftirspurn eftir annars konar bókmenntum. Útgefendurnir mátu það hins vegar þannig að bók Guðrúnar væri hágæðabókmenntir samfara því að vera söluvænleg og ætti í raun skilið að seljast í gámavís." Jóhann viðurkenndi jafnframt að það hefði ekki spillt fyrir að Guðrún Eva væri sjálf mjög söluvæn. „Það er draumur sérhvers útgefanda að sameina sölubók og „góða bók" og bdb-forlaginu þykir Skaparinn falla fyllilega undir þau skilyrði." Guðrún Eva var að vonum ákaflega ánægð með tíðindin en þetta verður í fyrsta skipti sem bók úr hennar smiðju er gefin út á þýska tungu. Hún sagðist af þessu tilefni ætla að fjárfesta í nýju reiðhjóli enda hefði því gamla verið stolið fyrir nokkrum dögum. „Ég er náttúrulega alveg ótrúlega sátt með þetta. Ég gerði mér auðvitað vonir um að hún færi eitthvað á flakk út fyrir landsteinana en að slagurinn yrði svona harður var ekki eitthvað sem ég hafði búist við," segir Guðrún sem getur ekki annað en verið glöð með afraksturinn í jólabókaflóðinu, stór útgáfusamningur og tilnefning til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. - freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira