Margdæmdur nauðgari grunaður um milljóna fjársvik SB skrifar 2. júlí 2008 11:32 Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí. Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil. "Þeir sendu mig af stað og biðu heima hjá fjölskyldu minni," segir Gunnar Rúnar Gunnarsson sem er 35 ára gamall um aðferðir handrukkarana. Fyrir utan fjársvikin hjá N1 er Gunnar sakaður um að hafa svikið bensín að upphæð 440 þúsund krónum frá vinnuveitanda sínum. Hann er einnig sakaður um að hafa keypt átta heita potta frá fyrirtæki með ólögmætum hætti. "Þetta mál hjá N1 er í farvegi og verður gert upp. Varðandi bensínið stendur orð gegn orði en ég er með pappíra sem staðfesta að rétt hafi verið staðið að heitapottskaupunum," segir Gunnar. Gunnar var á síðasta ári dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga andlega veikri stúlku þar sem hún lá veik af mígreni ælandi upp í rúmi. Það mál bíður meðferðar hjá Hæstarétti og því hefur Gunnar ekki hafið afplánun. Auk fjölda minni dóma hefur Gunnar tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fyrst árið 2001 og svo aftur árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur þrettán ára stúlkum. Þá var hann enn skilorði fyrir fyrra brotið. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí frá félaginu í gegnum reikning fyrirtækis sem er í eigu móður hans. "Við uppfærðum tölvukerfi okkar fyrir nokkrum mánuðum og við það duttu út hámarksúttektarheimildir fyrir nokkur fyrirtæki. Fyrirtæki móður hans var eitt þeirra og hann nýtti sér það. Alls tók hann út vörur fyrir 5,6 milljónir á einni viku þar til hann var stoppaður. Hann hefur lofað að gera þetta upp en ég hef ekkert heyrt frá honum," segir Hermann og bætir við að málið sé komið til lögreglu. Í samtali við Vísi sagðist Gunnar vera fórnarlamb handrukkara. Hann væri edrú í dag og reyndi að lifa mannsæmandi lífi með konu og barni. "Það er svo mikil harka í undirheimunum. Handrukkararnir sendu mig og biðu svo heima hjá fjölskyldu minni. Þú hefðir gert það sama," segir Gunnar og bætir við: "Maður reynir að lifa sínu lífi en það er ekki auðvelt. Maður lifir í stanslausum ótta við undirheimana." Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil. "Þeir sendu mig af stað og biðu heima hjá fjölskyldu minni," segir Gunnar Rúnar Gunnarsson sem er 35 ára gamall um aðferðir handrukkarana. Fyrir utan fjársvikin hjá N1 er Gunnar sakaður um að hafa svikið bensín að upphæð 440 þúsund krónum frá vinnuveitanda sínum. Hann er einnig sakaður um að hafa keypt átta heita potta frá fyrirtæki með ólögmætum hætti. "Þetta mál hjá N1 er í farvegi og verður gert upp. Varðandi bensínið stendur orð gegn orði en ég er með pappíra sem staðfesta að rétt hafi verið staðið að heitapottskaupunum," segir Gunnar. Gunnar var á síðasta ári dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga andlega veikri stúlku þar sem hún lá veik af mígreni ælandi upp í rúmi. Það mál bíður meðferðar hjá Hæstarétti og því hefur Gunnar ekki hafið afplánun. Auk fjölda minni dóma hefur Gunnar tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fyrst árið 2001 og svo aftur árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur þrettán ára stúlkum. Þá var hann enn skilorði fyrir fyrra brotið. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí frá félaginu í gegnum reikning fyrirtækis sem er í eigu móður hans. "Við uppfærðum tölvukerfi okkar fyrir nokkrum mánuðum og við það duttu út hámarksúttektarheimildir fyrir nokkur fyrirtæki. Fyrirtæki móður hans var eitt þeirra og hann nýtti sér það. Alls tók hann út vörur fyrir 5,6 milljónir á einni viku þar til hann var stoppaður. Hann hefur lofað að gera þetta upp en ég hef ekkert heyrt frá honum," segir Hermann og bætir við að málið sé komið til lögreglu. Í samtali við Vísi sagðist Gunnar vera fórnarlamb handrukkara. Hann væri edrú í dag og reyndi að lifa mannsæmandi lífi með konu og barni. "Það er svo mikil harka í undirheimunum. Handrukkararnir sendu mig og biðu svo heima hjá fjölskyldu minni. Þú hefðir gert það sama," segir Gunnar og bætir við: "Maður reynir að lifa sínu lífi en það er ekki auðvelt. Maður lifir í stanslausum ótta við undirheimana."
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira