Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins, á við meiðsli í kálfa að stríða og er óvíst hvort hann verði með í úrslitaleik Evrópumótsins á morgun. Þýskaland og Spánn munu þá mætast í Vín.
Ballack hefur leikið vel á mótinu en hann gat ekki æft með þýska liðinu í dag vegna meiðsla. Það yrði mikið áfall fyrir liðið ef hann mun ekki geta leikið á morgun.