Verk Warhols bönnuð í Kína 24. júlí 2008 04:00 Myndlist Verk Andys Warhol má ekki sýna í Kína í ágúst. Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira