Verk Warhols bönnuð í Kína 24. júlí 2008 04:00 Myndlist Verk Andys Warhol má ekki sýna í Kína í ágúst. Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira