Hrip í Hyde Park 18. júlí 2008 06:00 Skálinn eftir Gehry í líkani. Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á laugardag verður opnaður nýr sýningarskáli í Hyde Park við Serpentine-vatnið í garðinum. Þar verður haldin árleg fjársöfnunarhátíð fyrir Galleríið sem kennt er við vatnið Serpentine. Í fyrra var það Ólafur Elíasson sem átti skálann en í ár er það Kanadamaðurinn Frank Gehry, einn frægasti arkitekt okkar tíma. Skálanum er best lýst með orðinu hrófatildur. Hann á ekki að halda vatni segir Gehry. Ef rignir geta gestirnir komið með regnhlífar. Gehry er einn þekktasti arkitekt okkar tíma og hefur verið áberandi nafn í framúrstefnulegum arkitektúr eftir að Guggenheim-safnið reis í Bilbao í Baskalandi. Hann er áttræður og segist ekki ætla að leggja árar í bát, vinnan haldi sér lifandi. Um þessar mundir eru í byggingu hús eftir hann sem verða kennileiti þeirra borga sem þau prýða: krabbameinsstöð í Leeds, safn í Dubai og ný menningarmiðstöð sem er í undirbúningi í Arles í Suður-Frakklandi á yfirgefnu geymslustæði fyrir lestir. Mette Hoffmann auðkýfingur og listvinur er að koma af fullum krafti inn í ljósmyndahátíðina sem þar hefur verið um margra áratuga skeið og nú á að byggja yfir. Sjö tíundu af rekstrartekjum Serpentine koma frá söfnuninni sem er nú um helgina. Uggur er í mönnum að eftirtekjan af skálabyggingunni sem er helsta aðdráttarafl fyrir fjárfesta og listvini verði rýrari en hin fyrri sex árin sem ráðist hefur verið í nýstárlega byggingu sem stendur fram á haust. Þótt Gehry hafi í nær tvo áratugi verið víðkunnur fyrir nýstárlegar byggingar sínar segir hann vinnustofu sína ekki fá mörg verkefni: Enginn hafi boðið honum að hanna safn eftir Bilbao og hljómleikahöll hafi hann ekki teiknað síðan Disney-höllin reis í Los Angeles. Enginn vilji hætta á hið nýstárlega, óvænta og byltingarkennda. Menn vilji fá eitthvað kunnuglegt. Skálinn í Serpentine fellur varla undir þá lýsingu. - pbb
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira