Form og fólk í svarthvítu 29. júlí 2008 06:00 Form í framandi landi Ljósmynd eftir Klæng Gunnarsson. Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira