Upplestraröð að hefjast 23. október 2008 06:00 Guðrún Eva Mínervudóttir les úr nýrri sögu sinni í kvöld á gamla Súfistanum. Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember. Alls munu fjörutíu höfundar og þýðendur, sem allir eiga það sammerkt að vera með nýja bók, lesa kafla úr verkum sínum, fjórir til fimm í hvert sinn. Á hverju kvöldi lesa skáldsagna- og/eða ævisagnahöfundar, en einnig verður kapp lagt á að lesa úr barnabókum og þýðingum. Útgáfa slíkra bóka er ekki síður blómleg en útgáfa nýrra íslenskra skáldverka. Í kvöld les Guðrún Eva Mínervudóttir upp úr glænýrri skáldsögu sinni, Skaparanum, Gunnar Hersveinn úr umræðubókinni Orðspor - Gildin í samfélaginu, Ármann Jakobsson les úr skáldsögunni Vonarstræti, Ingunn Ásdísardóttir les upp úr barnabókinni Örlög guðanna og Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni á bókinni Dóttur myndasmiðsins eftir Kim Edwards. Allar hafa þessar bækur fengið frábærar viðtökur og með svona breiðum hópi skálda og verka er ætlunin að tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Á næstu vikum mun heyrast í Árna Þórarinssyni, Einari Kárasyni, Auði Jónsdóttur, Þorsteini frá Hamri, Gerði Kristnýju, Þorgrími Þráinssyni, Guðmundi Magnússyni, Stefáni Mána, Hallgrími Helgasyni, Guðrúnu Helgadóttur, Silju Aðalsteinsdóttur, Ólafi Gunnarssyni, Hauki Sigurðssyni, Þorvaldi Kristinssyni og fleirum. - pbb Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember. Alls munu fjörutíu höfundar og þýðendur, sem allir eiga það sammerkt að vera með nýja bók, lesa kafla úr verkum sínum, fjórir til fimm í hvert sinn. Á hverju kvöldi lesa skáldsagna- og/eða ævisagnahöfundar, en einnig verður kapp lagt á að lesa úr barnabókum og þýðingum. Útgáfa slíkra bóka er ekki síður blómleg en útgáfa nýrra íslenskra skáldverka. Í kvöld les Guðrún Eva Mínervudóttir upp úr glænýrri skáldsögu sinni, Skaparanum, Gunnar Hersveinn úr umræðubókinni Orðspor - Gildin í samfélaginu, Ármann Jakobsson les úr skáldsögunni Vonarstræti, Ingunn Ásdísardóttir les upp úr barnabókinni Örlög guðanna og Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni á bókinni Dóttur myndasmiðsins eftir Kim Edwards. Allar hafa þessar bækur fengið frábærar viðtökur og með svona breiðum hópi skálda og verka er ætlunin að tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Á næstu vikum mun heyrast í Árna Þórarinssyni, Einari Kárasyni, Auði Jónsdóttur, Þorsteini frá Hamri, Gerði Kristnýju, Þorgrími Þráinssyni, Guðmundi Magnússyni, Stefáni Mána, Hallgrími Helgasyni, Guðrúnu Helgadóttur, Silju Aðalsteinsdóttur, Ólafi Gunnarssyni, Hauki Sigurðssyni, Þorvaldi Kristinssyni og fleirum. - pbb
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira