Bíó og sjónvarp

Gerir mynd um Obama

Myndatökulið á vegum Edward Norton hefur fylgt Obama eins og skugginn síðastliðin tvö ár.
Myndatökulið á vegum Edward Norton hefur fylgt Obama eins og skugginn síðastliðin tvö ár.

Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri heimildarmynd um Barack Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki leikarans Edwards Norton, Class 5 Films, framleiðir myndina, en tökum lýkur ekki fyrr en Obama hefur svarið embættiseið sinn á næsta ári.

Tökulið hefur fylgt Obama hvert fótspor frá árinu 2006, til að mynda er hann ferðaðist til Afríku og þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Einnig hefur verið rætt við fjölskyldu Obama, vini og starfsfólk hans.

„Við teljum að þessi mynd muni fanga mikinn vendipunkt í sögu Bandaríkjanna, þegar ný kynslóð leiðtoga steig fram á sjónarsviðið og gömul og úrelt gildi liðu undir lok," sagði Norton.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×