Óður Birtu til jarðarinnar 11. september 2008 04:00 Birta Guðjónsdóttir opnar sýningu í Gallery Turpentine á morgun. Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira