Víkingur Heiðar leikur einleik 3. desember 2008 06:00 Víkingur Heiðar kemur heim með lofaða túlkun sína á Bartók. Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á morgun. Þar mun hinn ungi píanómeistari leika píanókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók. Víkingur vann einmitt einleikarakeppni við hinn virta Juilliard-tónlistarskóla 2008 og var valinn úr stórum hópi píanóleikara til að leika píanókonsert Bartóks með Juilliard-hljómsveitinni í hinum fræga tónleikasal Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur leikur þennan konsert á Íslandi. Auk konsertsins eru á efnisskrá tónleikanna tvö verk eftir Beethoven; sinfónía nr. 8 og Leonóru-forleikurinn. Hljómsveitarstjóri er Michal Dworzynski sem hefur haslað sér völl sem einn fremsti hljómsveitarstjóri Póllands. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Víkingur Heiðar Ólafsson (f. 1984) þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands sextán ára gamall þegar hann lék Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjajkovskíj. Síðan hefur hann komið reglulega fram með hljómsveitinni og leikið konserta eftir Beethoven, Jón Nordal, Prokofiev, Ravel, Rakmaninoff og Sjostakovitsj. Auk þess hefur hann haldið fjölda einleikstónleika, m.a. á Spáni, í Frakklandi, Færeyjum og Bandaríkjunum og leikið einleik með Caput-hópnum, Blásarasveit Reykjavíkur og Ungfóníu. Víkingur kom í fyrsta sinn fram með Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð í Reykjavík 2006 og stjórnaði hljómsveitinni frá flyglinum í Píanókonserti K. 503 eftir Mozart. Víkingur hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn, m.a. fyrstu verðlaun í Píanókeppni EPTA á Íslandi árið 2000, Íslensku tónlistarverðlaunin 2004 í flokknum Bjartasta vonin, American-Scandinavian Society Cultural Grant árið 2005 og Carl Roeder-verðlaunin fyrir píanóleik frá Juilliard-skólanum árið 2006. Hann hefur notið fjárhagslegs stuðnings úr Minningarsjóði Birgis Einarssonar apótekara undanfarin ár. Víkingur hefur tekið virkan þátt í flutningi samtímatónlistar á undanförnum árum. Haustið 2006 frumflutti hann Píanókonsert nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson á Norrænum músíkdögum auk þess sem hann frumflutti á Íslandi Horntríó eftir György Ligeti ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Stefáni Jóni Bernharðssyni. Víkingur hóf píanónám hjá móður sinni, Svönu Víkingsdóttur. Hann stundaði síðar nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur hjá Erlu Stefánsdóttur og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Peter Maté. Hann lauk einleikarapófi frá Tónlistarskólanum árið 2001 og hélt út til náms við Juilliard-tónlistarháskólann í New York, þaðan sem hann lauk bakkalárprófi vorið 2006 undir handleiðslu Jerome Lowenthal og meistaraprófi 2008 undir leiðsögn Roberts McDonald. Víkingur bar sigur úr býtum í konsertakeppni Juilliard-skólans 2008 með 3. píanókonserti Bartóks og lék hann í kjölfarið á tónleikum með Juilliard-hljómsveitinni í Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 sem flytjandi ársins í flokki Sígildrar og samtímatónlistar. - pbb Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á morgun. Þar mun hinn ungi píanómeistari leika píanókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók. Víkingur vann einmitt einleikarakeppni við hinn virta Juilliard-tónlistarskóla 2008 og var valinn úr stórum hópi píanóleikara til að leika píanókonsert Bartóks með Juilliard-hljómsveitinni í hinum fræga tónleikasal Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur leikur þennan konsert á Íslandi. Auk konsertsins eru á efnisskrá tónleikanna tvö verk eftir Beethoven; sinfónía nr. 8 og Leonóru-forleikurinn. Hljómsveitarstjóri er Michal Dworzynski sem hefur haslað sér völl sem einn fremsti hljómsveitarstjóri Póllands. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Víkingur Heiðar Ólafsson (f. 1984) þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands sextán ára gamall þegar hann lék Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjajkovskíj. Síðan hefur hann komið reglulega fram með hljómsveitinni og leikið konserta eftir Beethoven, Jón Nordal, Prokofiev, Ravel, Rakmaninoff og Sjostakovitsj. Auk þess hefur hann haldið fjölda einleikstónleika, m.a. á Spáni, í Frakklandi, Færeyjum og Bandaríkjunum og leikið einleik með Caput-hópnum, Blásarasveit Reykjavíkur og Ungfóníu. Víkingur kom í fyrsta sinn fram með Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð í Reykjavík 2006 og stjórnaði hljómsveitinni frá flyglinum í Píanókonserti K. 503 eftir Mozart. Víkingur hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn, m.a. fyrstu verðlaun í Píanókeppni EPTA á Íslandi árið 2000, Íslensku tónlistarverðlaunin 2004 í flokknum Bjartasta vonin, American-Scandinavian Society Cultural Grant árið 2005 og Carl Roeder-verðlaunin fyrir píanóleik frá Juilliard-skólanum árið 2006. Hann hefur notið fjárhagslegs stuðnings úr Minningarsjóði Birgis Einarssonar apótekara undanfarin ár. Víkingur hefur tekið virkan þátt í flutningi samtímatónlistar á undanförnum árum. Haustið 2006 frumflutti hann Píanókonsert nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson á Norrænum músíkdögum auk þess sem hann frumflutti á Íslandi Horntríó eftir György Ligeti ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Stefáni Jóni Bernharðssyni. Víkingur hóf píanónám hjá móður sinni, Svönu Víkingsdóttur. Hann stundaði síðar nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur hjá Erlu Stefánsdóttur og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Peter Maté. Hann lauk einleikarapófi frá Tónlistarskólanum árið 2001 og hélt út til náms við Juilliard-tónlistarháskólann í New York, þaðan sem hann lauk bakkalárprófi vorið 2006 undir handleiðslu Jerome Lowenthal og meistaraprófi 2008 undir leiðsögn Roberts McDonald. Víkingur bar sigur úr býtum í konsertakeppni Juilliard-skólans 2008 með 3. píanókonserti Bartóks og lék hann í kjölfarið á tónleikum með Juilliard-hljómsveitinni í Avery Fisher Hall í Lincoln Center. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 sem flytjandi ársins í flokki Sígildrar og samtímatónlistar. - pbb
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira