Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV 15. desember 2008 21:27 Reynir Traustason. Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Á upptökunni má heyra þegar Reynir útskýrir hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Fréttin fjallaði um að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans, væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá bankanum. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. „Þetta er trúnaðarsamtal mitt við undirmann sem hann tekur upp gegn minni vitneskju og þessu er útvarpað yfir landið," sagði Reynir í samtali við Vísi. „Ég er undrandi að fjölmiðilinn skuli birta þetta. Það mun verða skoðað mjög gaumgæfilega hvernig ég bregst við því.“ Ætlar að halda áfram sem ritstjóri Reynir sagðist ekki hafa íhugað láta af störfum sem ritstjóri blaðsins vegna málsins. „Þetta mál er ekki efni til þess í sjálfu sér að grípa til einhverja drastískra ákvörðunar. Ég hef alltaf verið til í að víkja ef ég met það svo að þetta mál skaði blaðið með einhverjum hætti. Ég met það ekki þannig að svo stöddu.“ Fékk agressívar meldingar Ritstjórinn vildi ekki staðfesta að Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður, hafi staðið persónulega í ógnunum gagnvart blaðinu. „Einhverjir muna að Björgólfur vildi eitt sinn kaupa DV fyrir 500 milljónir og leggja blaðið niður.“ Reynir sagði að DV ætti marga óvini og hann hafi fengið símtöl og „agressívar meldingar.“ Enginn geti sakað ritstjóra blaðsins um að hafa haldið til baka alvöru fréttum. Reynir sagði að þetta tiltekna mál og fréttin um Sigurjón hafi hafi verið smámál. „Fréttin var búin að koma fram á Eyjunni og okkur vantaði meira kjöt á beinin.“ Til að mynda viðbrögð frá bankanum við þeim ásökunum sem fram komu í fréttinni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Á upptökunni má heyra þegar Reynir útskýrir hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Fréttin fjallaði um að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans, væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá bankanum. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. „Þetta er trúnaðarsamtal mitt við undirmann sem hann tekur upp gegn minni vitneskju og þessu er útvarpað yfir landið," sagði Reynir í samtali við Vísi. „Ég er undrandi að fjölmiðilinn skuli birta þetta. Það mun verða skoðað mjög gaumgæfilega hvernig ég bregst við því.“ Ætlar að halda áfram sem ritstjóri Reynir sagðist ekki hafa íhugað láta af störfum sem ritstjóri blaðsins vegna málsins. „Þetta mál er ekki efni til þess í sjálfu sér að grípa til einhverja drastískra ákvörðunar. Ég hef alltaf verið til í að víkja ef ég met það svo að þetta mál skaði blaðið með einhverjum hætti. Ég met það ekki þannig að svo stöddu.“ Fékk agressívar meldingar Ritstjórinn vildi ekki staðfesta að Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður, hafi staðið persónulega í ógnunum gagnvart blaðinu. „Einhverjir muna að Björgólfur vildi eitt sinn kaupa DV fyrir 500 milljónir og leggja blaðið niður.“ Reynir sagði að DV ætti marga óvini og hann hafi fengið símtöl og „agressívar meldingar.“ Enginn geti sakað ritstjóra blaðsins um að hafa haldið til baka alvöru fréttum. Reynir sagði að þetta tiltekna mál og fréttin um Sigurjón hafi hafi verið smámál. „Fréttin var búin að koma fram á Eyjunni og okkur vantaði meira kjöt á beinin.“ Til að mynda viðbrögð frá bankanum við þeim ásökunum sem fram komu í fréttinni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41
Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33
Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42