Tveir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern Munchen náði 10 stiga forskoti á toppi deildarinnar með 5-0 stórsigri á Dortmund. Þá vann Leverkusen 3-0 sigur á meisturum Stuttgart.
Ítalinn Luca Toni skoraði tvívegis fyrir Bayern í dag og þeir Andreas Ottl, Ze Roberto og Lukas Podolski eitt hver.