Eftir atvikum Bergsteinn Sigurðsson skrifar 31. október 2008 06:00 Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkaminn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið. Jú, ástandið er slæmt - en ekki endilega jafn slæmt og það sýnist. Sjúklingurinn hefur vissulega orðið fyrir nokkuð svæsinni eitrun, sem helgast aðallega af óreglusömu líferni undanfarin ár. Hann er ungur og hvatvís. Af stráksskap gelgjuáranna innbyrti hann talsvert magn af bragðgóðri ólyfjan, sem í stað þess að brotna niður í líkamanum og hverfa í gegnum svitaholur, safnaðist upp í innvortis kaunum. Utanaðkomandi þrýstingur virðist hafa orðið til þess að graftarkýlið sprakk. Eitrið vellur nú úr því og líkaminn keppist við að hreinsa það úr kerfinu. Því fylgja jafnan einkenni á borð við ákafan sviða, niðurgang og sótthita, sem þegar verst lætur getur valdið tímabundnu óráði. Við slíkar aðstæður er brýnt að koma í veg fyrir að sjúklingurinn rasi um ráð fram og kasti allri fyrirhyggju fyrir róða; það myndi bæta gráu ofan á svart. Sóttin getur vissulega enn unnið talsvert tjón áður en hún gengur niður. Því er fyrir mestu að grípa til ráðstafana til að lágmarka skaðann og koma í veg fyrir að sjúklingurinn bíði varanleg örkuml. Mikilvægt er að hinn kranki liggi fyrir meðan hann er hvað veikastur og safni kröftum. Hann verður að öllum líkindum nokkuð rýrari þegar hann kemst aftur á lappir og talsvert máttfarinn til að byrja með. Það vinnur hins vegar með honum að hann er ungur að árum, var hraustur fyrir og vel á sig kominn. Með viðeigandi endurhæfingu og réttu hugarfari hefur hann því alla burði til að endurheimta fyrri styrk að fullu og verður jafnvel heilbrigðari en áður. Gerum þó ekkki lítið úr alvöru málsins. Þótt ágætar líkur séu á að sjúklingnum batni steðjar að honum ein alvarleg hætta sem gæti riðið honum að fullu: Kreddufast sjúkralið af gamla skólanum, sem tók ekki hvorki mark á sjúkdómseinkennunum né brást við þegar ljóst var hvert stefndi, og heldur fast í þá bábilju að blóðtaka sé líklegust til árangurs. Spaklegast væri að skipta út gamla sjúkraliðinu sem fyrst. Áður en það teygir sig í arsenikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkaminn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið. Jú, ástandið er slæmt - en ekki endilega jafn slæmt og það sýnist. Sjúklingurinn hefur vissulega orðið fyrir nokkuð svæsinni eitrun, sem helgast aðallega af óreglusömu líferni undanfarin ár. Hann er ungur og hvatvís. Af stráksskap gelgjuáranna innbyrti hann talsvert magn af bragðgóðri ólyfjan, sem í stað þess að brotna niður í líkamanum og hverfa í gegnum svitaholur, safnaðist upp í innvortis kaunum. Utanaðkomandi þrýstingur virðist hafa orðið til þess að graftarkýlið sprakk. Eitrið vellur nú úr því og líkaminn keppist við að hreinsa það úr kerfinu. Því fylgja jafnan einkenni á borð við ákafan sviða, niðurgang og sótthita, sem þegar verst lætur getur valdið tímabundnu óráði. Við slíkar aðstæður er brýnt að koma í veg fyrir að sjúklingurinn rasi um ráð fram og kasti allri fyrirhyggju fyrir róða; það myndi bæta gráu ofan á svart. Sóttin getur vissulega enn unnið talsvert tjón áður en hún gengur niður. Því er fyrir mestu að grípa til ráðstafana til að lágmarka skaðann og koma í veg fyrir að sjúklingurinn bíði varanleg örkuml. Mikilvægt er að hinn kranki liggi fyrir meðan hann er hvað veikastur og safni kröftum. Hann verður að öllum líkindum nokkuð rýrari þegar hann kemst aftur á lappir og talsvert máttfarinn til að byrja með. Það vinnur hins vegar með honum að hann er ungur að árum, var hraustur fyrir og vel á sig kominn. Með viðeigandi endurhæfingu og réttu hugarfari hefur hann því alla burði til að endurheimta fyrri styrk að fullu og verður jafnvel heilbrigðari en áður. Gerum þó ekkki lítið úr alvöru málsins. Þótt ágætar líkur séu á að sjúklingnum batni steðjar að honum ein alvarleg hætta sem gæti riðið honum að fullu: Kreddufast sjúkralið af gamla skólanum, sem tók ekki hvorki mark á sjúkdómseinkennunum né brást við þegar ljóst var hvert stefndi, og heldur fast í þá bábilju að blóðtaka sé líklegust til árangurs. Spaklegast væri að skipta út gamla sjúkraliðinu sem fyrst. Áður en það teygir sig í arsenikið.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun