Dýrasta bók landsins uppseld 18. desember 2008 06:00 Umhverfisráðherra fær eintak Kristján Bjarki og Eggert Pétursson afhentu Þórunni Sveinbjarnardóttur eintak af Flóru Íslands sem er uppseld. Hún kostar 75 þúsund krónur. Fréttablaðið/GVA Þau hundrað eintök sem komu af Flóru Íslands eftir Eggert Pétursson fyrir jól eru seld. Alls voru prentuð fimm hundruð eintök og afgangurinn kemur um miðjan janúar frá Kína. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda bókarinnar, hafa þegar myndast biðlistar eftir þeim eintökum og á Kristján alveg eins von á því að þau verði rifin út þegar þau loksins komast til landsins. Flóra Íslands kostar litlar 75 þúsund krónur og er því dýrasta bókin sem gefin er út um þessi jól á Íslandi. Bókin vegur 12 kíló og er því einnig hugsanlega þyngsta bókin um þessa jól í bókstaflegum skilningi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að einhver eintök rötuðu í jólapakka valinna viðskiptavina gömlu viðskiptabankanna sem höfðu lagt inn sæmilega stórar pantanir. „Það rann því kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir fóru, einn af öðrum, á hausinn," segir Kristján. Hins vegar hafi viðtökur almennings verið það góðar að áhyggjurnar reyndust óþarfar. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu almennur áhugi var mikill enda bókin kannski ekki á hefbundnu bókaverði," segir Kristján. Kristján vill ekki meina að hann komi frá verkefninu sem milljónamæringur. Framleiðslukostnaðurinn sé mikill þótt Kristján vilji ekki gefa hann upp. „Það eru margar, margar milljónir," segir Kristján sem vonast bara til að hann komi út á sléttu. Hann segir kaupendurna vera úr öllum þjóðfélagsstigum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu engu að síður þekktir aðilar úr gamla bankakerfinu fjárfest í bókinni upp á eigin spýtur. Kristján vildi ekkert tjá sig um það, sagði Flóru Íslands vera fyrir alla.- fgg Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Þau hundrað eintök sem komu af Flóru Íslands eftir Eggert Pétursson fyrir jól eru seld. Alls voru prentuð fimm hundruð eintök og afgangurinn kemur um miðjan janúar frá Kína. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda bókarinnar, hafa þegar myndast biðlistar eftir þeim eintökum og á Kristján alveg eins von á því að þau verði rifin út þegar þau loksins komast til landsins. Flóra Íslands kostar litlar 75 þúsund krónur og er því dýrasta bókin sem gefin er út um þessi jól á Íslandi. Bókin vegur 12 kíló og er því einnig hugsanlega þyngsta bókin um þessa jól í bókstaflegum skilningi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að einhver eintök rötuðu í jólapakka valinna viðskiptavina gömlu viðskiptabankanna sem höfðu lagt inn sæmilega stórar pantanir. „Það rann því kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir fóru, einn af öðrum, á hausinn," segir Kristján. Hins vegar hafi viðtökur almennings verið það góðar að áhyggjurnar reyndust óþarfar. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu almennur áhugi var mikill enda bókin kannski ekki á hefbundnu bókaverði," segir Kristján. Kristján vill ekki meina að hann komi frá verkefninu sem milljónamæringur. Framleiðslukostnaðurinn sé mikill þótt Kristján vilji ekki gefa hann upp. „Það eru margar, margar milljónir," segir Kristján sem vonast bara til að hann komi út á sléttu. Hann segir kaupendurna vera úr öllum þjóðfélagsstigum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu engu að síður þekktir aðilar úr gamla bankakerfinu fjárfest í bókinni upp á eigin spýtur. Kristján vildi ekkert tjá sig um það, sagði Flóru Íslands vera fyrir alla.- fgg
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira