Þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman 14. júlí 2008 02:45 Vignir Rafn Valþórsson og leikhópurinn Vér morðingjar takast á við Shakespeare í haust. MYND/vilhelm Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira