Leggur Indland að fótum sér 5. febrúar 2008 06:30 Við landsbókasafn Indverja Indverjar tóku Ármanni með kostum og kynjum og er í skoðun að þýða verk hans á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Indland í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð. Þegar rektor Banaras Hindu University í hinni heilögu borg Varanasi frétti af heimsókninni bauð hann Ármanni þegar að halda fyrirlestur um vinjetturnar og íslenskar bókmenntir. „Já, þann 10. januar depúteraði Ármann Reynisson sem fyrirlesari við háskóla. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara var yfirfullt af fræðimönnum og nemendum á annað hundrað talsins. Mikið var um fyrirspurnir og urðu 45 mínúturnar að tveimur klukkustundum," segir Ármann. Talið er að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að ávarpa þennan heimsfræga háskóla og gerði dagblaðið Hindi atburðinum góð skil. „Ég dvaldist hjá fimmtán indverskum fjölskyldum á jafnmörgum völdum stöðum og kannaði nánar þau svæði hvað varðar menningu, mannlíf, viðskipti og fleira. Þetta varð ekki síður glíma við eigin persónu þar sem flest á Indlandi er ólíkt því sem við eigum að venjast." Bókmenntafræðingar, útgefendur og blaðamenn reyndust áhugasamir um norðurslóðir. „Já, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til nema í draumsýn einni saman. Undantekningarlaust var ég fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu að máli." Tekin voru tvö blaðaviðtöl við Ármann, annað birtist í Manorama, einu elsta og virtasta dagblaði á Indlandi og fékk það góð viðbrögð. Þá ræddi hinn þekkti blaðamaður Sashi Nair lengi við Ármann og mun viðtal birtast á ensku í því útbreidda blaði Business Line - Live nú á næstunni. Nokkrir bókmennta- og tungumálafræðingar sýna því áhuga, að sögn Ármanns, að þýða úrval af vinjettunum yfir á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Útgefendur skoða málin og þykir þeim áskorun að opna augu Indverja fyrir nýjum bókmenntaheimi. Í Kolkata tók landsbókavörður á móti Ármanni í Landsbókasafni Indlands. Landsbókasafnið á vinjettuútgáfuna I-VII sem heita þá einu bækur íslensks rithöfundar í eigu safnsins. Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Indland í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð. Þegar rektor Banaras Hindu University í hinni heilögu borg Varanasi frétti af heimsókninni bauð hann Ármanni þegar að halda fyrirlestur um vinjetturnar og íslenskar bókmenntir. „Já, þann 10. januar depúteraði Ármann Reynisson sem fyrirlesari við háskóla. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara var yfirfullt af fræðimönnum og nemendum á annað hundrað talsins. Mikið var um fyrirspurnir og urðu 45 mínúturnar að tveimur klukkustundum," segir Ármann. Talið er að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að ávarpa þennan heimsfræga háskóla og gerði dagblaðið Hindi atburðinum góð skil. „Ég dvaldist hjá fimmtán indverskum fjölskyldum á jafnmörgum völdum stöðum og kannaði nánar þau svæði hvað varðar menningu, mannlíf, viðskipti og fleira. Þetta varð ekki síður glíma við eigin persónu þar sem flest á Indlandi er ólíkt því sem við eigum að venjast." Bókmenntafræðingar, útgefendur og blaðamenn reyndust áhugasamir um norðurslóðir. „Já, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til nema í draumsýn einni saman. Undantekningarlaust var ég fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu að máli." Tekin voru tvö blaðaviðtöl við Ármann, annað birtist í Manorama, einu elsta og virtasta dagblaði á Indlandi og fékk það góð viðbrögð. Þá ræddi hinn þekkti blaðamaður Sashi Nair lengi við Ármann og mun viðtal birtast á ensku í því útbreidda blaði Business Line - Live nú á næstunni. Nokkrir bókmennta- og tungumálafræðingar sýna því áhuga, að sögn Ármanns, að þýða úrval af vinjettunum yfir á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Útgefendur skoða málin og þykir þeim áskorun að opna augu Indverja fyrir nýjum bókmenntaheimi. Í Kolkata tók landsbókavörður á móti Ármanni í Landsbókasafni Indlands. Landsbókasafnið á vinjettuútgáfuna I-VII sem heita þá einu bækur íslensks rithöfundar í eigu safnsins.
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira