Eiður Smári: Gott að þagga niður í mönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. desember 2007 01:00 Eiður Smári varð annar í kjöri KSÍ á knattspyrumanni ársins. Hér er hann með viðurkenningu sína. Mynd/E. Stefán Fáir íslenskir íþróttamenn, ef nokkrir, eru meira á milli tannanna á Íslendingum en Eiður Smári Guðjohnsen. Í augum ungra íþróttamanna er hann fyrst og fremst fyrirmynd. Sumir dýrka hann og dá, aðrir síður svo. Sumir dást að honum fyrir að vera í einu sterkasta knattspyrnuliði heims, aðrir eru fljótir að afskrifa hann þegar á móti blæs. Eitt er víst - hann er umdeildur. Það er þó óumdeilanlegt að á undanförnum vikum hefur hann þaggað rækilega í gagnrýnendum sínum, bæði hérlendis og víðar. Honum leiðist það ekki. „Jú, auðvitað er það sætt," segir hann í ítarlegu viðtali við Vísi þar sem hann gerir upp árið sem er að líða. Bæði árið með Barcelona og ekki síður árið með íslenska landsliðinu. 55 langar vikurEiður Smári fagnar sigurmarki sínu gegn Celta Vigo í sínum fyrsta deildarleik með Barcelona.Nordic Photos / Getty ImagesByrjum á því fyrrnefnda. Barcelona er án efa eitt stærsta félagslið heims - í það minnsta eitt allra frægasta. Síðan Eiður Smári gekk til liðs við félagið sumarið 2006 hefur gengið á ýmsu. Eftir gæfuríkan feril í Englandi þar sem hann lék með Bolton og Chelsea ákvað Eiður Smári að söðla um og greip hann tækifærið þegar Barcelona óskaði eftir starfskröftum hans. Hann byrjaði vel á sínu fyrsta tímabili. Hann skoraði eftirminnilegt mark aðeins fjórtán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta deildarleik með Barcelona. Eiður Smári skoraði glæsilegt mark sem reyndist sigurmarkið í 3-2 útisigri á Celta Vigo. Alls skoraði hann fimm mörk í fyrstu níu deildarleikjum sínum með Barcelona. Hann kórónaði svo góða byrjun á tímabilinu með því að skora í 2-2 jafnteflisleik gegn sínum gömlu félögum í Chelsea í Meistaradeildinni. Hann skoraði einnig gríðarlega mikilvægt mark gegn Werder Bremen í desember í fyrra sem tryggði Börsungum sæti í 16-liða úrslitunum. En Barcelona datt úr leik í Meistaradeildinni í byrjun mars þó svo að Eiður Smári skoraði sigurmark sinna manna í leik gegn Liverpool á Anfield. Liverpool vann fyrri leikinn, á Nou Camp, 2-1, og komst þar með áfram. Eiður var varamaður í báðum leikjunum gegn Liverpool og var það oftar en ekki raunin í leikjum Börsunga eftir áramót. Hann kom við sögu í þrettán deildarleikjum eftir áramót, þar af var hann aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu. Hann náði ekki að skora í þessum leikjum. Til samanburðar má nefna að haustið 2006 var Eiður Smári tíu sinnum í byrjunarliði Barcelona og aðeins tvisvar varamaður. Þar til hann skoraði þriðja mark sinna manna gegn Valencia um helgina höfðu liðið 55 langar vikur á milli deildarmarkanna tveggja. Hann hafði spilað í samtals 937 mínútur í 27 leikjum með Barcelona á milli markanna. Frábærar vikurEiður Smári fagnar marki sínu gegn Valencia um helgina.Nordic Photos / AFPEiður Smári segir að árið hefur verið erfitt. „Það var erfitt undir lok síðasta tímabils þegar ég fékk lítið að spila. Svo voru líka miklar vangaveltur í sumar um hvort ég yrði áfram hjá Barcelona. Hvort ég ætti framtíð hjá liðinu. Ég meiddist líka á undirbúningstímabilinu og það hafði sitt að segja. Meiðslin héldu aftur af mér til að byrja með." „En ég held að ég hafi náð að sýna mikinn karakter með því að snúa við blaðinu og ég er mjög sáttur við þá ákvörðun sem ég tók um að vera áfram hjá Barcelona og halda í mína trú á mínum hæfileikum." „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Það var sérstaklega eftir frammistöðu mína gegn Stuttgart í Meistaradeildinni [þann 12. desember, innsk. blm.] að ég byrjaði að fá mikið hrós fyrir frammistöðu mína. Ég spilaði vel í þessum leik og fann að ég var að komast í það leikform sem vantaði inn á milli í leikjunum á undan. Þjálfarinn sýndi mér mikið traust með því að setja mig í byrjunarliðið þrátt fyrir að flestir okkar leikmanna eru heilir. Ég vona að ég hafi endurgoldið honum það traust." Aðspurður játar hann því að leikurinn gegn Valencia hafi verið með hans betri á ferlinum, alla vega með Barcelona. „Það er litið allt öðrum augum á mig núna heldur en fyrir nokkrum mánuðum þegar ég var ekki mikið inn í myndinni. Í rauninni voru engar væntingar gerðar til mín. Núna virðist ég orðinn mikilvægur hluti af liðinu og er það vitanlega alltaf gaman að standa undir væntingum." Markið aukaatriðiEiður Smári og Ronaldinho eru góðir vinir.Nordic Photos / AFPÞó svo að það kunni að hafa verið löng bið eftir markinu sem Eiður Smári skoraði um helgina segir hann að það sé frammistaða hans í leiknum sem skiptir meira máli. „Liðið spilaði frábæran fótbolta. Það var frábært að vera inn á vellinum þegar við vorum svo samstilltir í okkar leik. Það gerðist ekki oft að leikmenn tóku meira en eina eða tvær snertingar á bolta. Ég náði að vera mikið í spilinu og boltinn gekk afskaplega vel á milli manna. Þetta var í raun meiriháttar sigur." Eftir markið hljóp hann upp að varamannaskýlinu þar sem sjálfur Ronaldinho óskaði honum til hamingju með markið. Eiður Smári smellti kossi á hann og kannski að það hafi verið táknrænna en markið sjálft. „Við erum góðir vinir. Þegar ég átti erfitt uppdráttar, sérstaklega á síðasta tímabili og í sumar, var hann alltaf til staðar fyrir mig sem félagi og mér fannst ekki nema sjálfsagt að endurgjalda það. Við vitum alveg hvað það er erfitt fyrir hann að sitja á bekknum því hann er alls ekki vanur slíku. Við styðjum hann allir í liðinu og vonumst til að hann finni fljótt sitt fyrra form. Ég veit að hann metur það mikils." Hvort sem Eiður Smári hélt Ronaldinho á bekknum eða jafnvel Deco gildir í sjálfu sér einu. Í leiknum gegn Valencia var hann hlekkurinn á milli varnar og sóknar og bar mikla ábyrgð á herðum sér. Stærsti deildarleikur í heimiLionel Messi fagnar einu þriggja marka sinna gegn Real Madrid í mars síðastliðnum.Nordic Photos / AFPÁ Þorláksmessu er El Clásico. Leikur Barcelona og Real Madrid. Í þetta sinn fer hann fram á heimavelli Barcelona og getur Eiður Smári aðeins getið sér til hvort að Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, treysti honum fyrir ábyrgðinni í þessum mikilvæga leik. „Það kæmi mér alla vega ekki eins mikið á óvart og það gerði þegar hann setti mig í byrjunarliðið á móti Valencia. En ég vonast auðvitað til þess en það getur enn allt gerst. Við erum með ágætis leikmenn í hópnum og þjálfarinn hefur úr mörgum að velja," sagði hann með bros á vör. Hann segir það mikilvægt að vinna leikinn til að það myndist ekki of stórt bil á milli liðanna í stöðutöflunni. „Við höfum unnið alla leiki okkar á heimavelli og það væri gott að halda áfram á þeirri braut. En þetta er líka Real Madrid. Það er eitthvað mjög sérstakt við leiki þessara liða. Þetta snýst um að vinna eða verða hreinlega hengdir. Fyrir leikinn gegn Valencia var þegar byrjað að spá í þessum leik. Valencia var algjört aukaatriði. Leikurinn virðist vera mikilvægari en jólin, blöðin telja niður til leiksins en ekki til jólanna." Síðast þegar liðin mættust gerðu þau 3-3 jafntefli á Nou Camp. Lionel Messi skoraði öll mörk Börsunga í leiknum, þar af jöfnunarmarkið á lokamínútu leiksins. Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins. „Ég man að ég velti því fyrir mér hvort þessi nítján ára drengur gerði sér fyllilega grein fyrir því hvað hann færi að gera. Hann sólaði alla á vellinum og skoraði þrennu í stærsta deildarleik í heimi. Og þetta virtist allt vera svo auðvelt hjá honum." Verð áfram í BarcelonaEiður Smári og Ronaldinho gantast á æfingu liðsins.Nordic Photos / AFPRétt eins og í sumar hefur Eiður verið orðaður við fjölda liða og því hefur verið fleygt fram að hann kunni að fara frá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Spurður hreint út hvort hann verði áfram hjá Barcelona var svarið einfalt. „Já, hvað mig varðar sé ég enga breytingu á mínum högum. Ég sé ekki ástæðu til þess núna. Það virðist sem svo að allir aðrir en ég eru að velta minni framtíð fyrir sér. Í sumar tók ég þá ákvörðun að vera áfram hjá Barcelona og ég hef staðið við þá ákvörðun. Núna þegar ég er farinn að uppskera mína bestu leiki ætla ég ekki að velta því fyrir mér að fara. Ég er orðinn mun mikilvægari innan liðsins en ég var áður og fólk er farið að gera væntingar og kröfur til mín og treysta á mig. Ég ætla mér að styrkja þessa stöðu." Gott að þagga niður í BeguiristáinTxiki Beguiristáin er hér lengst til vinstri. Juan Laporta, forseti Barcelona, er í miðjunni og lengst til hægri er Thierry Henry.Nordic Photos / AFPTxiki Beguiristáin er yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona og hefur manna mest af innanbúðarmönnum Börsunga tjáð sig um framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen. Oftar en ekki á heldur óuppbyggilegan máta. „Ég held að sum ummæla hans megi túlka á þá vegu. En viðtöl og þau svör sem menn gefa í þeim séu oft túlkuð á harðari hátt en þau voru meint. Þetta er jú maður sem vinnur fyrir liðið og vill það besta fyrir klúbbinn. Ef ég skora þrjú mörk í hverjum leik þá er það fínt fyrir hann líka. En fótboltinn snýst einnig um viðskipti og menn þurfa að raða saman hópnum fyrir hvert tímabil." Í sumar settist Eiður Smári niður með Beguiristáin og ræddi framtíð hans hjá félaginu. „Ég sagði honum hvað ég persónulega var að hugsa. Ég var auk þess meiddur og gat af þeim sökum ekkert verið að skoða þann möguleika að fara til annars félags. Ég hefði aldrei staðist læknisskoðun. Hann sagði svo einhversstaðar að ég myndi ekki fá margar mínútur en hann hefur greinilega ekki alltaf rétt fyrir sér. Ég sagði á móti að ef hann hefur ekki mikla trú á mér mun ég breyta hans skoðun." Og hann sagði að það hafi verið sætt að gera einmitt það. „Jú, auðvitað. Það er alltaf gaman að þagga niður í mannskapnum." Markametið gott - landsliðsárið erfittEiður Smári er fyrirliði íslenska landsliðsins sem hefur vægast sagt átt misjöfnu gengi að fagna á árinu. Tvö jafntefli við Spán standa upp úr en landsliðið upplifði sennilega sína mestu niðurlægingu í seinni tíð er það tapaði 3-0 fyrir Liechtenstein á útivelli. „Þetta var erfitt, mjög erfitt. Ekki bara fyrir mig heldur alla í landsliðinu. Við stóðum ekki undir þeim væntingum sem við gerðum til okkar sjálfir og sýndum heldur ekki hvað býr í þessu liði. Þegar við unnum Norður-Íra hélt ég að vendipunkturinn væri kominn enda mikil jákvæðni í kringum liðið. En eins og oft gerist þegar pressan er á okkur og við eigum að vinna einhverja leiki náum við ekki að standa undir því." „En ég er auðvitað ánægður með að hafa bætt markametið. Það er mjög sérstakt." Hann játar því að það séu of miklar kröfur gerðar til landsliðsins en hann segir það hins vegar ekkert óeðlilegt. „Þannig er það alls staðar í heiminum. En ég held að við leikmenn annars vegar og blaðamenn hins vegar getum unnið betur saman til að mynda meiri jákvæðni í kringum landsliðið." Held áfram með landsliðinuEiður bætti markamet Ríkharðs Jónssonar í leik gegn Lettum á Laugardalsvelli í haust.Á haustmánuðum tók Ólafur Jóhannesson við landsliðinu. Hann hefur stýrt liðinu í einum leik, gegn Dönum á Parken sem Ísland tapaði, 3-0. Eiður Smári var ekki með í þeim leik af persónulegum ástæðum. „Ég og Óli höfum átt mörg samtöl og góð. Mér líst vel á hann bæði sem þjálfara og persónu. Ég er honum þakklátur hvernig hann tók á mínum málum í síðasta leik og það er eitthvað sem ég kann að meta." Eiður segir að hann hafi ekki beðið um frí frá landsliðinu til að einbeita sér að æfingum með Barcelona. „En ég er ekki á því að gefa upp mínar ástæður hér og nú. Mér finnst að fólk ætti ekki að skipta sér af persónulegu lífi annarra."En þú getur staðfest að þú munt áfram spila með íslenska landsliðinu? „Já, svo lengi sem ég verð valinn," sagði hann og hló. „Ég veit að það hafa verið vangaveltur um mína framtíð og reyndar önnur mál líka en þær hafa ekki komið frá mér." Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Fáir íslenskir íþróttamenn, ef nokkrir, eru meira á milli tannanna á Íslendingum en Eiður Smári Guðjohnsen. Í augum ungra íþróttamanna er hann fyrst og fremst fyrirmynd. Sumir dýrka hann og dá, aðrir síður svo. Sumir dást að honum fyrir að vera í einu sterkasta knattspyrnuliði heims, aðrir eru fljótir að afskrifa hann þegar á móti blæs. Eitt er víst - hann er umdeildur. Það er þó óumdeilanlegt að á undanförnum vikum hefur hann þaggað rækilega í gagnrýnendum sínum, bæði hérlendis og víðar. Honum leiðist það ekki. „Jú, auðvitað er það sætt," segir hann í ítarlegu viðtali við Vísi þar sem hann gerir upp árið sem er að líða. Bæði árið með Barcelona og ekki síður árið með íslenska landsliðinu. 55 langar vikurEiður Smári fagnar sigurmarki sínu gegn Celta Vigo í sínum fyrsta deildarleik með Barcelona.Nordic Photos / Getty ImagesByrjum á því fyrrnefnda. Barcelona er án efa eitt stærsta félagslið heims - í það minnsta eitt allra frægasta. Síðan Eiður Smári gekk til liðs við félagið sumarið 2006 hefur gengið á ýmsu. Eftir gæfuríkan feril í Englandi þar sem hann lék með Bolton og Chelsea ákvað Eiður Smári að söðla um og greip hann tækifærið þegar Barcelona óskaði eftir starfskröftum hans. Hann byrjaði vel á sínu fyrsta tímabili. Hann skoraði eftirminnilegt mark aðeins fjórtán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta deildarleik með Barcelona. Eiður Smári skoraði glæsilegt mark sem reyndist sigurmarkið í 3-2 útisigri á Celta Vigo. Alls skoraði hann fimm mörk í fyrstu níu deildarleikjum sínum með Barcelona. Hann kórónaði svo góða byrjun á tímabilinu með því að skora í 2-2 jafnteflisleik gegn sínum gömlu félögum í Chelsea í Meistaradeildinni. Hann skoraði einnig gríðarlega mikilvægt mark gegn Werder Bremen í desember í fyrra sem tryggði Börsungum sæti í 16-liða úrslitunum. En Barcelona datt úr leik í Meistaradeildinni í byrjun mars þó svo að Eiður Smári skoraði sigurmark sinna manna í leik gegn Liverpool á Anfield. Liverpool vann fyrri leikinn, á Nou Camp, 2-1, og komst þar með áfram. Eiður var varamaður í báðum leikjunum gegn Liverpool og var það oftar en ekki raunin í leikjum Börsunga eftir áramót. Hann kom við sögu í þrettán deildarleikjum eftir áramót, þar af var hann aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu. Hann náði ekki að skora í þessum leikjum. Til samanburðar má nefna að haustið 2006 var Eiður Smári tíu sinnum í byrjunarliði Barcelona og aðeins tvisvar varamaður. Þar til hann skoraði þriðja mark sinna manna gegn Valencia um helgina höfðu liðið 55 langar vikur á milli deildarmarkanna tveggja. Hann hafði spilað í samtals 937 mínútur í 27 leikjum með Barcelona á milli markanna. Frábærar vikurEiður Smári fagnar marki sínu gegn Valencia um helgina.Nordic Photos / AFPEiður Smári segir að árið hefur verið erfitt. „Það var erfitt undir lok síðasta tímabils þegar ég fékk lítið að spila. Svo voru líka miklar vangaveltur í sumar um hvort ég yrði áfram hjá Barcelona. Hvort ég ætti framtíð hjá liðinu. Ég meiddist líka á undirbúningstímabilinu og það hafði sitt að segja. Meiðslin héldu aftur af mér til að byrja með." „En ég held að ég hafi náð að sýna mikinn karakter með því að snúa við blaðinu og ég er mjög sáttur við þá ákvörðun sem ég tók um að vera áfram hjá Barcelona og halda í mína trú á mínum hæfileikum." „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Það var sérstaklega eftir frammistöðu mína gegn Stuttgart í Meistaradeildinni [þann 12. desember, innsk. blm.] að ég byrjaði að fá mikið hrós fyrir frammistöðu mína. Ég spilaði vel í þessum leik og fann að ég var að komast í það leikform sem vantaði inn á milli í leikjunum á undan. Þjálfarinn sýndi mér mikið traust með því að setja mig í byrjunarliðið þrátt fyrir að flestir okkar leikmanna eru heilir. Ég vona að ég hafi endurgoldið honum það traust." Aðspurður játar hann því að leikurinn gegn Valencia hafi verið með hans betri á ferlinum, alla vega með Barcelona. „Það er litið allt öðrum augum á mig núna heldur en fyrir nokkrum mánuðum þegar ég var ekki mikið inn í myndinni. Í rauninni voru engar væntingar gerðar til mín. Núna virðist ég orðinn mikilvægur hluti af liðinu og er það vitanlega alltaf gaman að standa undir væntingum." Markið aukaatriðiEiður Smári og Ronaldinho eru góðir vinir.Nordic Photos / AFPÞó svo að það kunni að hafa verið löng bið eftir markinu sem Eiður Smári skoraði um helgina segir hann að það sé frammistaða hans í leiknum sem skiptir meira máli. „Liðið spilaði frábæran fótbolta. Það var frábært að vera inn á vellinum þegar við vorum svo samstilltir í okkar leik. Það gerðist ekki oft að leikmenn tóku meira en eina eða tvær snertingar á bolta. Ég náði að vera mikið í spilinu og boltinn gekk afskaplega vel á milli manna. Þetta var í raun meiriháttar sigur." Eftir markið hljóp hann upp að varamannaskýlinu þar sem sjálfur Ronaldinho óskaði honum til hamingju með markið. Eiður Smári smellti kossi á hann og kannski að það hafi verið táknrænna en markið sjálft. „Við erum góðir vinir. Þegar ég átti erfitt uppdráttar, sérstaklega á síðasta tímabili og í sumar, var hann alltaf til staðar fyrir mig sem félagi og mér fannst ekki nema sjálfsagt að endurgjalda það. Við vitum alveg hvað það er erfitt fyrir hann að sitja á bekknum því hann er alls ekki vanur slíku. Við styðjum hann allir í liðinu og vonumst til að hann finni fljótt sitt fyrra form. Ég veit að hann metur það mikils." Hvort sem Eiður Smári hélt Ronaldinho á bekknum eða jafnvel Deco gildir í sjálfu sér einu. Í leiknum gegn Valencia var hann hlekkurinn á milli varnar og sóknar og bar mikla ábyrgð á herðum sér. Stærsti deildarleikur í heimiLionel Messi fagnar einu þriggja marka sinna gegn Real Madrid í mars síðastliðnum.Nordic Photos / AFPÁ Þorláksmessu er El Clásico. Leikur Barcelona og Real Madrid. Í þetta sinn fer hann fram á heimavelli Barcelona og getur Eiður Smári aðeins getið sér til hvort að Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, treysti honum fyrir ábyrgðinni í þessum mikilvæga leik. „Það kæmi mér alla vega ekki eins mikið á óvart og það gerði þegar hann setti mig í byrjunarliðið á móti Valencia. En ég vonast auðvitað til þess en það getur enn allt gerst. Við erum með ágætis leikmenn í hópnum og þjálfarinn hefur úr mörgum að velja," sagði hann með bros á vör. Hann segir það mikilvægt að vinna leikinn til að það myndist ekki of stórt bil á milli liðanna í stöðutöflunni. „Við höfum unnið alla leiki okkar á heimavelli og það væri gott að halda áfram á þeirri braut. En þetta er líka Real Madrid. Það er eitthvað mjög sérstakt við leiki þessara liða. Þetta snýst um að vinna eða verða hreinlega hengdir. Fyrir leikinn gegn Valencia var þegar byrjað að spá í þessum leik. Valencia var algjört aukaatriði. Leikurinn virðist vera mikilvægari en jólin, blöðin telja niður til leiksins en ekki til jólanna." Síðast þegar liðin mættust gerðu þau 3-3 jafntefli á Nou Camp. Lionel Messi skoraði öll mörk Börsunga í leiknum, þar af jöfnunarmarkið á lokamínútu leiksins. Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins. „Ég man að ég velti því fyrir mér hvort þessi nítján ára drengur gerði sér fyllilega grein fyrir því hvað hann færi að gera. Hann sólaði alla á vellinum og skoraði þrennu í stærsta deildarleik í heimi. Og þetta virtist allt vera svo auðvelt hjá honum." Verð áfram í BarcelonaEiður Smári og Ronaldinho gantast á æfingu liðsins.Nordic Photos / AFPRétt eins og í sumar hefur Eiður verið orðaður við fjölda liða og því hefur verið fleygt fram að hann kunni að fara frá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Spurður hreint út hvort hann verði áfram hjá Barcelona var svarið einfalt. „Já, hvað mig varðar sé ég enga breytingu á mínum högum. Ég sé ekki ástæðu til þess núna. Það virðist sem svo að allir aðrir en ég eru að velta minni framtíð fyrir sér. Í sumar tók ég þá ákvörðun að vera áfram hjá Barcelona og ég hef staðið við þá ákvörðun. Núna þegar ég er farinn að uppskera mína bestu leiki ætla ég ekki að velta því fyrir mér að fara. Ég er orðinn mun mikilvægari innan liðsins en ég var áður og fólk er farið að gera væntingar og kröfur til mín og treysta á mig. Ég ætla mér að styrkja þessa stöðu." Gott að þagga niður í BeguiristáinTxiki Beguiristáin er hér lengst til vinstri. Juan Laporta, forseti Barcelona, er í miðjunni og lengst til hægri er Thierry Henry.Nordic Photos / AFPTxiki Beguiristáin er yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona og hefur manna mest af innanbúðarmönnum Börsunga tjáð sig um framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen. Oftar en ekki á heldur óuppbyggilegan máta. „Ég held að sum ummæla hans megi túlka á þá vegu. En viðtöl og þau svör sem menn gefa í þeim séu oft túlkuð á harðari hátt en þau voru meint. Þetta er jú maður sem vinnur fyrir liðið og vill það besta fyrir klúbbinn. Ef ég skora þrjú mörk í hverjum leik þá er það fínt fyrir hann líka. En fótboltinn snýst einnig um viðskipti og menn þurfa að raða saman hópnum fyrir hvert tímabil." Í sumar settist Eiður Smári niður með Beguiristáin og ræddi framtíð hans hjá félaginu. „Ég sagði honum hvað ég persónulega var að hugsa. Ég var auk þess meiddur og gat af þeim sökum ekkert verið að skoða þann möguleika að fara til annars félags. Ég hefði aldrei staðist læknisskoðun. Hann sagði svo einhversstaðar að ég myndi ekki fá margar mínútur en hann hefur greinilega ekki alltaf rétt fyrir sér. Ég sagði á móti að ef hann hefur ekki mikla trú á mér mun ég breyta hans skoðun." Og hann sagði að það hafi verið sætt að gera einmitt það. „Jú, auðvitað. Það er alltaf gaman að þagga niður í mannskapnum." Markametið gott - landsliðsárið erfittEiður Smári er fyrirliði íslenska landsliðsins sem hefur vægast sagt átt misjöfnu gengi að fagna á árinu. Tvö jafntefli við Spán standa upp úr en landsliðið upplifði sennilega sína mestu niðurlægingu í seinni tíð er það tapaði 3-0 fyrir Liechtenstein á útivelli. „Þetta var erfitt, mjög erfitt. Ekki bara fyrir mig heldur alla í landsliðinu. Við stóðum ekki undir þeim væntingum sem við gerðum til okkar sjálfir og sýndum heldur ekki hvað býr í þessu liði. Þegar við unnum Norður-Íra hélt ég að vendipunkturinn væri kominn enda mikil jákvæðni í kringum liðið. En eins og oft gerist þegar pressan er á okkur og við eigum að vinna einhverja leiki náum við ekki að standa undir því." „En ég er auðvitað ánægður með að hafa bætt markametið. Það er mjög sérstakt." Hann játar því að það séu of miklar kröfur gerðar til landsliðsins en hann segir það hins vegar ekkert óeðlilegt. „Þannig er það alls staðar í heiminum. En ég held að við leikmenn annars vegar og blaðamenn hins vegar getum unnið betur saman til að mynda meiri jákvæðni í kringum landsliðið." Held áfram með landsliðinuEiður bætti markamet Ríkharðs Jónssonar í leik gegn Lettum á Laugardalsvelli í haust.Á haustmánuðum tók Ólafur Jóhannesson við landsliðinu. Hann hefur stýrt liðinu í einum leik, gegn Dönum á Parken sem Ísland tapaði, 3-0. Eiður Smári var ekki með í þeim leik af persónulegum ástæðum. „Ég og Óli höfum átt mörg samtöl og góð. Mér líst vel á hann bæði sem þjálfara og persónu. Ég er honum þakklátur hvernig hann tók á mínum málum í síðasta leik og það er eitthvað sem ég kann að meta." Eiður segir að hann hafi ekki beðið um frí frá landsliðinu til að einbeita sér að æfingum með Barcelona. „En ég er ekki á því að gefa upp mínar ástæður hér og nú. Mér finnst að fólk ætti ekki að skipta sér af persónulegu lífi annarra."En þú getur staðfest að þú munt áfram spila með íslenska landsliðinu? „Já, svo lengi sem ég verð valinn," sagði hann og hló. „Ég veit að það hafa verið vangaveltur um mína framtíð og reyndar önnur mál líka en þær hafa ekki komið frá mér."
Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira