Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem lagði Recreativo 3-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en honum var skipt af velli í síðari hálfleik.
Gabriel Milito, Leo Messi og Bojan skoruðu mörk Katalóníuliðsins, sem komu öll eftir að Eiður Smári var farinn af leikvelli. Frammistaða Barcelona liðsins var ekki sú besta í vetur en eftir að liðið náði að skora fyrsta markið var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti.
Þá urðu nokkuð óvænt úrslit þegar Sevilla lá heima 2-1 fyrir Mallorca.