Viðskipti innlent

Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við Bakkavör og eru stærstu hluthafar í Existu.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við Bakkavör og eru stærstu hluthafar í Existu.

Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku.

Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um 2,33 prósent, í Kaupþingi um rúm 2,0 prósent og FL Group um tæp 1,8 prósent. Gengi fyrirtækjanna féll hratt í síðustu viku og þurrkaðist árshækkun nokkurra þeirra út í lækkanahrinunni sem varð í kjölfar niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Einungis gengi bréfa í Flögu og hinum færeyska Eik banka hefur lækkað í dag.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,75 prósent það sem af er degi og stendur hún í 7.486 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×