Eiður fékk loksins tækifæri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 17:57 Leikmenn Villarreal fagna einu marka sinna í dag Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt. Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15