Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Northern Rock hættur

Biðröð fyrir utan eitt útibúa Northern Rock.
Biðröð fyrir utan eitt útibúa Northern Rock. Mynd/AFP
Matt Ridley, stjórnarformaður breska fjármála- og fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock hefur látið af störfum. Hann sagði upp í síðasta mánuði en var beðinn um að sitja þar til hann hefði farið fyrir fjárlaganefnd breska þingsins, sem fjallað hefur um fall fyrirtækisins. Þegar hefur verið ráðið í stöðu Ridleys.

Gengi Northern Rock hrundi í kjölfar í síðasta mánuði eftir að stjórnendur bankans sögðust hafa tryggt sér vilyrði fyrir neyðarláni Englandsbanka komi til lausafjárkrísu vegna þrenginga á fjármálamörkuðum en sparifjáreigendur flykktust til að taka sparifé sitt úr bankanum af ótta við að það myndi gufa upp yrði bankinn gjaldþrota.

Ridley sagði fyrir þingnefndinni að hrunið og taugatitringur í röðu sparifjáreigenda hefði komið stjórnendum fyrirtækisins á óvart. Jafnframt varði hann útlánastefnu bankans, sem hefur lánað lánþegum fjármagn til fasteignakaupa án tryggra veðlána en það gerði bankann berskjaldaðan fyrir hræringum á fasteignamarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×