Barcelona er sagt fylgjast mjög vel með hinum ungu Sebastian Giovinco og Andrea Raggi, leikmönnum Empoli.
Báðir eru leikmenn ítalska U-21 landsliðsins en Giovinco er samningsbundinn Juventus og er á láni hjá Empoli.
Raggi er leikmaður Empoli og átti ríkan þátt í því að liðið náði sjöunda sæti í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrra.
Empoli situr sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og hefur unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu.